Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur breiddin 6.46 m og dýptin 2,98 m. Í mælibréfi frá 10. maí 1943 er skipið skráð 127 brl., sem skiptist þannig: Rými undir þilfari 110,62 brl. Hálf- þilfar sem er 8,64 brl. Rúff sem er 5,49 brl. Kortaklefi 1,85 brl. og eitthvað sem kall- ast viðbót frá lúku 0,19 brl eða samtals 126,79 => 127 brl. Í skipaskránni frá 1944 kemur fram að skipið var end- urbyggt á því ári. Ekki hefur tekist, þrátt fyrir nokkra leit, að hafa upp á hvað hér ná- kvæmlega er átt við. Vitað er að á þessu ári var skipt um yfirbyggingu á skipinu það var gert í slippnum sem þá var við Torfunefið, í fjörunni beint fyrir neðan veitingastaðinn Bautann sem er á horni Hafnar– og Kaupvangsstrætis á Akureyri. Þegar skipið kom til landsins var yfir- byggingin fjarska lítil eins og fram kem- ur á viðkomandi mynd. Á árinu 1939 var gufuvélinni, sem var 75 hö, skipt út fyrir 240 hö June Munk- tel dieselvél. Samkvæmt skipaskránni var aftur skipt um aðalvél í skipinu 1953 og þá sett í það 360 hö dieselvél frá Lister. Nýr eigandi Eigendaskipti verða á Súlunni 21. nóv- ember 1910 en þá eignast skipið Thor E. Túliníus kaupmaður, búsettur í Kaup- mannahöfn, og Ottó Tuliníus, kaupmað- ur á Akureyri. Ottó var á þeim tíma einnig útgerðarmaður. Skipið hélt nafn- inu Súlan en fékk nýja skráningarstafi EA-300. Þegar þeir bræður Ottó og Þórarinn E. Túliníus kaupa skipið rekur Þórarinn, þá búsettur í Danmörku, a.m.k. 4 verslanir hér á landi og annast einnig strandsigl- ingar hér við land og siglingar milli landa, aðallega á milli Danmerkur og Ís- lands en einnig á milli Englands og Ís- lands. Fr. Holme, danskur stórkaupmaður, sem varð aðaleigandi Gránufélagsins við yfirtöku á skuldum þess, og Þórarinn E. Tuliníus ákveða að hefja samstarf um út- gerð og verslun hér á landi og stofna til þess í september 1912 nýtt hlutafélag, „Hinar sameinuðu íslensku verslanir“ sem verslanir þeirra á þeim tíma og ann- ar rekstur rann inn í. Fyrirtækið hafði að markmiði að reka verslun og fiskveiðar á Oddeyri við Eyjafjörð, Siglufirði, Haga- nesvík, Grafarósi, Sauðárkróki, Fáskrúðs- firði, Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði, og Borgarfirði Eystra. Í framhaldinu varð Ottó Tuliníus einn þriggja framkvæmdastjóra félagsins. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvert var hlutverk Súlunnar hjá þessu félagi en fram kemur í blöðum frá þessum tíma að því hafi bæði verið beitt til fiskveiða og flutninga. Á árinu 1918 keyptu Hinar samein- uðu íslensku verslanir eina stærstu og grónustu verslun hér á landi, Ásgeirs- verslun á Ísafirði, ásamt útibúum hennar. Að lokinni fyrri heims- styrjöld bættust í hópinn verslanir sem Louis Zöllner, enskur kaupsýslumaður, hafði átt hér á landi. Með þessari sameiningu voru Hinar sam- einuðu íslensku verslanir örugglega langstærsta versl- unarfyrirtækið sem hér hafði þá starfað, með verslunarrekst- ur á 20 stöðum í þremur landsfjórðungum. Einhversstaðar segir: Allt er í heiminum hverfult. Rekstur Hinna sameinuðu íslensku verslana var hér engin undan- tekning þar sem kreppan, sem hófst við lok fyrri heimsstyrjaldar, setti strik í rekstur þeirra með þeim afleiðing- um að á árunum 1926-30 missti Þórar- inn og hans félagar allar eigur sínar. Þau urðu afdrif Súlunnar EA-300 að hún fór á uppboð eins og fram kemur eftirfarandi auglýsingu í Morgunblaðinu 25. júlí 1928: Ár 1928, laugardaginn 4. ágúst klukk- an 1 eftir hádegi verður opinbert upp- boð sett og haldið á Innri-Hafnar- bryggjunni á Akureyri og þar selt sam- kvæmt beiðni Landsrætssagförer H. Vestergaard eimskipið „Súlan“ E.A. 300, eign hlutafjelagsins: Hinar sam- einuðu íslensku verslanir. Uppboðs- skilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum. Akureyri, 14. júlí 1928. Bæjarfógetinn. Súlan SU-1 eins og hún leit út á meðan Konráð átti skipið. Súlan við Torfunefsbryggju á Akureyri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.