Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur von á og vakti því grunsemdir hjá þeim og áhyggjur. Fylgdust þeir mjög vel með skipinu og þegar þeir voru komnir fram- hjá þeim veittu þeir því athygli að sjó- settir voru 2 hraðbáta eða skiff eins og þeir kallast. Höfðu dráttarbátarnir verið á hagkvæmnisferð fram að þessu en nú var sett á fullt stím. Hraðbátarnir hófu nú eftirför en þeir gengu um 20 hnúta. Var þegar kallað eftir herskipaaðstoð en langt var í næsta hjálparskip eða um 12 tíma sigling. Dráttarbátarnir voru búnir mjög öflugum slökkvibúnaði sem þegar var gangsettur og myndu sannarlega hindra uppgöngu í bátanna. Þegar um 3-400 metrar voru í hraðbátana hófu hermenn- irnir skothríð að sjóræningjunum sem að endingu gáfust upp á að reyna uppgöngu í skipin. Hollenska freigátan De Ruyter kom til þeirra 12 tímum eftir að sjóræningjarnir reyndu uppgöngu og fengu þeir fylgd allt þar til þeir komu í Djibouti sund. Uppreisnin á Bounty og Pitcairneyjar Nú tóku við ný vandamál en þar sem för þeirra lá um Súesskurðinn sem tilheyrir Egyptalandi þá var sú staða á þessum tíma að arabíska vorið hafði haldið inn- reið sína í Egyptaland. Í kjölfar þeirra óeirða sem þar voru höfðu stjórnvöld bannað að skip færu vopnuð í gegnum Súesskurðinn. Það var því ljóst að ekki myndi vera fýsilegt fyrir þá að vera með vopn um borð þegar þeir kæmu í Súes- skurðinn. Var því ákveðið að koma her- mönnunum yfir í annað skip á Rauða hafinu en þegar þangað var komið hafði veður breyst og nú var komin bræla. Var því ákveðið að sigla í var við eyjar sem tilheyrðu Yemen og koma á flutningi hermannanna á milli skipa. Ekki vildi þá betur til en að yemenski sjóherinn birtist öllum að óvörum. Urðu menn órólegir yfir þessari heimsókn þeirra en þá sann- aðist enn og aftur að mikilvægi réttra gjaldmiðla skipta öllu máli. Coca Cola ásamt Camel sígarettum voru boðnar sjóliðunum og fóru þeir sáttir frá borði án þess að framkvæma leit í skipunum. Að lokum tókst að koma hermönnunum yfir í annað skip og gátu þá dráttarbát- arnir haldið áfram för sinni til næsta áfangastaðar sem var Malta. Á leið þeirra yfir Rauða hafið voru HDS 10/20-4 M 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/17-4 M 30-170 bör 400-800 ltr/klst HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Noordhoek Pathfinder. Elfar og félagar sigldu fram á þetta sökkvandi skip á Indlandshafi sem þeir töldu líklegt að hefði þjónað hlutverki móðurskips sjóræningja. Kúlugöt eftir skothríð eru sýnileg á skut skipsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.