Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Engill dauðans – þetta er vinnan hans – Engill dauðans heitir Azrael og er sagður hafa fjögur þúsund vængi og sjötíu þúsund fætur en augu jafnmörg jarðarbúum. Depli Azrael einhverju sinna mörgu augna, táknar það að nú hafi einhver látist. Það er hann sem heldur Lífsins bók yfir fæðingar allra manna og þegar hann strikar út eitthvert nafnið deyr viðkomandi. Hann er hins vegar sjálfur valdalaus um það hvenær menn deyja, en fregnar af því með því að laufblað með nafni hlutaðeigandi feigs manns fellur af trénu sem sprettur upp neðan við hásæti Drottins. Þá les Azrael nafnið og sá sem það ber er allur, eftir fjörutíu daga - oft fjörutíu daga mótþróa - því einhverra hluta vegna halda menn undarlega fast í lífið. Þetta gerir engill dauðans án allrar illsku en einnig án hlut- tekningar, því þetta er vinnan hans. Vökuenglar – höfðu samfarir við dætur manna Það eru til óljósar sagnir um þá tegund engla sem kallaðir voru nefílar, eða vökuenglar. Sagan segir að Adam og Evu hafi búnast illa fyrstu árin á jörðinni enda kunnu þau ekkert til verka. Sjálfsskipuð hjálparsveit engla flögraði þá niður til jarðar í því skyni að kenna þeim helstu hand- brögð við landbúnað og vefnað. Þó að kynferði engla sé nokkuð á reiki, þá var hér ótvírætt um há- vaxna karlengla að ræða. Fyrsta Mósesbók er fáorð um þetta vandræðamál en þar segir: „Á þessum tímum voru risarnir á jörðinni, og einnig síðar, en synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu ... “ Þessi hjálparsveit englanna naut lystisemda á jörðu sem ekki voru tiltækar á himnum, en það er haldið að það hafi einkum verið dætur Kains sem þeir lögðust með, en þær voru laus- látar, enda erfðaefnið frá föðurn- um slæmt. Hinir risavöxnu kyn- blendingar engla og manna urðu til vandræða, ekki síst af því þeir tóku að aféta mannkynið og loks þegar önnur matvara var uppurin átu þeir mennina sjálfa. Þeir munu þó flestir hafa farist í Syndaflóðinu. Golíat var líklega hinn síðasti af þessari tegund, en stærð hans má marka af því að einn jaxl úr honum, sem lengi var til í evrópskri kirkju, vó ein sex kíló. Kynferði engla – vandræðamál – Um kynferði engla er annars það að segja, að af gömlum mynd- um má ráða, að framan af voru þeir flestir ungir og vængjaðir karlmenn. Síðar tóku listamenn að veigra sér æ meira við að kyngreina þá. Á endurreisnartímanum voru englar orðnir ákaflega kven- legir og á barokktímanum voru listamenn hreinlega orðnir svo feimnir við að taka afstöðu til þess hvors kyns englar væru, að þeir létu margir duga að mála bara englahaus með vængi út úr hálsinum en engan búk. Margt bendir þó til að englar líkamnist í því kyni sem þeim sýnist, og það fór ekki milli mála, að engl- arnir tveir í kvikmyndinni Himininn yfir Berlín voru karlar og hreint ekki náttúrulausir. Hvernig þekkja skal engla á útliti þeirra Helsta útlitseinkenni engla eru vængirnir og alla jafnan ferðast þeir fljúgandi. Halldór Laxness hefur bent á, að einungis tvær tegundir fljúgi lóðréttar og það séu annars vegar jötunuxar en hins vegar englarnir. Það verður að játast, að flughæfni engla hefur valdið hugsandi mönnum nokkr- um heilabrotum. Séu þeir úr ljósi, anda eða einhverju ámóta léttu efni, hafa þeir svosem enga eðlis- þyngd og þurfa ekki á vængjunum að halda. Séu pundið í þeim aftur á móti álíka þungt og í mannfólki, þá þyrftu þeir ekki einasta vængi á stærð við Beechcraftflugvélar held- ur bringubein á stærð við fíl. Þetta er ein af mörgum gátum sem enn eru óleystar um engla. Ezekiel hét spámaður meðal Gyðinga og var uppi á tímum útlegðarinnar í Babýlon. Hann var eitt sinn á röltinu á bökkum Kebar- fljóts að svipast um eftir óorðnum hlutum, enda var það beinlínis at- vinna hans. Þá rak hann allt í einu augun í engla og lýsti þeim á eftir- farandi hátt í fyrsta kaflanum í bókinni sinni: „Stormvindur kom úr norðri og ský mikið og eldur, sem hnykl- aðist saman, og stóð af því bjarmi umhverfis og út úr honum sást eitthvað, sem glóði eins og lýsigull. Og út úr honum sáust myndir af fjórum verum ... Hver þeirra hafði fjórar ásjónur og hver þeirra hafði fjóra vængi ... Og undir vængjum þeirra á hliðunum fjórum voru mannshendur. Og ásjónur þeirra fjögurra og vængir ... sneru sér ekki við er þær gengu, Jón Björnsson E N G L A R – Seinni hluti – Adam og Eva rekin úr Paradís. Olíumálverk eftir Giuseppe Cesari.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.