Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 15
Erkienglar
– verndarengill lögregluþjóna –
Aðeins þrír englar eru nafngreindir í Biblíunni en þeir eru allir
erkienglar: Mikael, Gabríel og Rafael. Englafræðingar hafa
komist eftir nöfnum og helstu æviatriðum tæplega fimm
þúsund annarra engla síðan sögur hófust, en það hefur verið
eftir öðrum og oft afar skrautlegum leiðum.
Mikael eða Mikjáll er einskonar forsætisráðherra í
englaskaranum en líkist þó hvorugu; Geir Haarde né Jóhönnu
Sigurðardóttur. Hann tók við því hlut-verki af Lúsifer sem gerði
uppreisn gegn Drottni. Þá kom til borgarastyrjaldar á himnum
og það var Mikael sem barðist gegn byltingarhernum og steypti
honum loks niður til Vítis. Hann er hern-
aðarlega sinnaður og er yfirleitt sýndur í
herklæðum. Oft heldur hann á vopni í
annarri hendi en vogarskálum í hinni,
því það er eitt verka hans að vega hið
góða á móti hinu illa í hverjum manni á
dómsdegi. Þá verða nefnilega dauðir
vaktir upp og fá ásamt lifendum um það
úrskurð, hvort þeir hljóti sáluhjálp og fari
í efra eða verði útskúfaðir og hrapi niður
í vítiskvalirnar. Mikjáll hefur víða komið
við sögu; það var hann sem stöðvaði
hönd Abrahams rétt áður en hann fórnaði
einkasyni sínum Ísak, hann steypti
brennisteini yfir Sódómu, hann ver lönd-
in fyrir ágangi sjávar, hann bjargaði einu
sinni þungaðri konu sem féll í sjóinn úti
fyrir Englandi og hélt henni og barninu á floti í heilt ár og veitti
þeim alla nærþjónustu. Þá útnefndi Píus páfi XII Mikael árið
1950 sérstakan verndarengil lögregluþjóna, hvaðan sem hann
fékk nú umboð til þess.
Gabríel er vitaskuld langfrægastur af ákaflega vandasamri
heimsókn sem hann gerði Maríu mey á boðunardeginum í ofan-
verðum marsmánuði árið núll. Þá sagði hann Ave María, gratia
plena eins og frægt er orðið og Sigvaldi Kaldalóns samdi lag
við. Eitthvað var Tómas Guðmundsson að gefa það í skyn í
kvæði, að við þetta tækifæri hafi sál Maríu verið „dimm og heit
eins og austurlensk nótt“, en það er sennilega úr lausu lofti
gripið og flestar myndir af þessum atburði sýna þvert á móti,
að hún varð dauðhrædd og lái henni hver sem vill. Þau Jósep
höfðu þá verið gift síðan hún var tólf ára en ekki haft hjú-
skaparfar saman, svo honum varð eitthvað órótt og var jafnvel
að hugsa um að skila henni heim, þangað til engill sem raunar
er ekki nafngreindur í Biblíunni, skýrði út fyrir honum hvernig
á óléttunni stóð.
Gabríel er raunar afar áhugasamur um barneignir, með-
göngur og viðgang ungviðis. Þó hann láti lítið bera á sér er
hann ævinlega viðstaddur, þegar barn kemur undir, og hefur
eftirlit með því að það verði örugglega í Guðs mynd. Svo kennir
hann fóstrum í móðurkviði þau grundvallaratriði sem þau þurfa
að kunna áður en þau fæðast. Hann útskrifar ungabörnin úr því
námi með því að strjúka fingri niður efrivörina beint undir
miðsnesinu, og allir sem luku því prófi geta séð farið eftir
fingur hans á sjálfum sér. Vegna þessarar natni við börn hafa
sumir dregið það í efa að Gabríel sé karlkyns, en kynferði
engla er nokkuð vandræðalegt mál sem ég mun drepa á síðar.
Gabríel hefur getið sér gott orð í islam, þar sem hann heitir
Jibril og það var hann sem las Múhammeð fyrir textann í
Kóraninum þegar hann rak í vörðurnar. Lengi var til fjöður
af Gabríel í klaustri í Englandi, en fjöðrina missti hann ein-
mitt í heimsókninni til Maríu. Fjöður þessi er nú illu heilli
glötuð.
Þriðji erkiengillinn er svo Rafael. Öllum ber saman um,
að hann sé þægilegur í viðmóti og einn fárra engla sem hafi
húmor. Það var Rafael sem sagði Nóa að smíða örkina og
hann er natinn við lækningar. Það er í frásögu fært þegar hann
læknaði Tóbít með fiskigalli af blindu sem hann varð fyrir þegar
fugl dritaði í augu hans. Af þessu segir í Tóbitsbók, sem er eitt
apókrýfu ritanna.
Að svo mæltu vona ég að lesendur séu nú betur undir það
búnir, að hitta engla, hvort heldur það verður á himni eða jörðu
niðri.
Mikael er erkiengla voldugastur. Hann barði niður uppreisn Lúsifers, hann
bjarg einkasyni Abrahams forðum og árið 1950 gerðist hann, að boði páfa,
sérstakur verndarengill lögregluþjóna.
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529
Sjómannablaðið Víkingur – 15