Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Súlan EA-300 var alla tíð mikið afla- skip. Sú sem var að kveðja fyrir skemmstu var þriðja skipið er bar þetta viðkunnanlega nafn. Fyrsta skipið, sem fékk Súlunafnið, var byggt í Noregi, í Gausvik í Harðangursfirði, árið 1902. Skipasmiður var Hallvard G. Gausvik. Frá Gausvik fór skipið, sem var úr furu, í janúar 1903 til Stavanger þar sem Rosenberg mekaniska verksted annaðist niðursetningu gufuvélar í skipið sem var 2þ 75 hö. Í janúar 1903 var skipið til- búið til afhendingar og Íslandsfarar og hefur trúlega verið komið til Íslands í upphafi febrúar 1903. Fyrstu heimildir um komu þess hingað til lands er að finna í 8. tbl. Austra frá 28. febrúar 1903. Þar segir: „Loch Fyne“ , fiskiskip St. Th. Jóns- sonar, sigldi út í dag með 22 menn um borð. Heldur suður fyrir land og verður þar að fiskiveiðum fram eptir vorinu. „Súlan“, hið nýja fiskigufuskip, kaupmanns Konráðs Hjálmarssonar, mun nú einnig lögð af stað suður.“ Fyrsti eigandinn, Konráð Hjálmarsson Það var athafnamaðurinn Konráð Hjálm- arsson í Mjóafirði sem keypti skipið og skýrði það eftir fjallinu fyrir ofan bæinn Reyki í Mjóafirði þar sem hann fæddist og ólst upp. Til frekari glöggvunar þá voru þeir Hjálmar, faðir Konráðs, og Vil- hjálmur, afi Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra, bræður og þeir Konráð og Vilhjálmur ráðherra því tengdir í öðrum og þriðja ættlið. Súluna, sem fékk einkennisstafina SU-1, gerði Konráð fyrst út á þorskveið- ar, svokallaðar doríuveiðar, sem fóru þannig fram að smákænur dreifðu sér um svæðið í kringum skipið þar sem það lónaði. Á hverri kænu voru tveir menn sem veiddu með handfærum, aðallega þorsk. Þessi veiðiaðferð átti ekki framtíð hér við land. Hún þótti varasöm í þokum þar sem þá gátu kænurnar átt í erfiðleikum við að finna skipið aftur og einnig voru snögg veðrabrigði hættuleg kænunum, auk þess sem vond veður auðvelduðu ekki að ná þeim um borð aftur. Einnig gerði Konráð skipið út á herpi- nótaveiðar fyrir Austurlandi og er talið að Súlan sé fyrsta skipið sem stundaði þær veiðar. Í Austra 25. tbl frá 24. júlí 1909 kemur eftirfarandi fram um veiðar Súlunnar í herpinót: „Súlan, fiskigufuskip Konráðs kaup- manns Hjálmarssonar í Mjóafirði, fékk um 300 tunnur af síld í herpinót nú í vikunni. Var sú síld öll seld til beitu hér eystra”. Fyrstu íshúsin á Austurlandi Konráð stundaði um árabil fjölbreyttan atvinnurekstur; hann rak bæði útgerð og Gausvik í Harðangursfirði þar sem Súlan var smíðuð. Myndin var tekin árið 1954. Eins og sjá má er staður- inn ekki stór nánast ekkert undirlendi og byggðin, sem ekki er nú mikil, er öll í brekkunni. Reikna má með að húsin hafi verið enn færri árið 1902. Helgi Laxdal Reynt var að nálgast mynd af Súlunni á meðan á smíði hennar stóð en það tókst ekki. Fengum í staðinn þessa mynd sem á að vera dæmigerð fyrir aðstæður við smíði tréskipa af líkri stærð og Súlan var. Með myndinni fylgdi texti sem var efnislega á þá leið að viðkomandi hafi einfaldlega fundið sér hentugan stað í fjöru – eða upp af fjöru – til smíðinnar. Yfirleitt hafi ekki verið um smíðahús að ræða á smíðastaðnum, í besta falli skúr til geymslu á því helsta sem smíðinni fylgdi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.