Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 18
Kirkjan Nú var Elfar orðinn atvinnulaus og ekki í boði vinna í hans nýja heimalandi og þar af leiðandi var ljóst að alþjóðamark- aðurinn var það sem framundan yrði. Hann rakst á auglýsingu frá hollensku fyrirtæki, Redwise, sem var að leita að yfirvélstjóra. Hann hafði samband og áður en varði var hann kominn um borð í 32 metra langan dráttarbát að nafni Smit Jaguar í höfninni í Shanghai. Redwise er fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningi á skipum undir eigin vélarafli og á eigin kili eins og þeir auglýsa sig. Fyrirtækið var stofnað árið 1906 og hef- ur því starfað í rúm 100 ár. Víða um heim er verið að smíða skip sem þurfa að fara langar leiðir en þær áhafnir sem eiga að taka við skipunum hafa jafnvel ekki réttindi til að taka skipin heimsálfa á milli. Þeir flytja allt frá smá áhafna- bátum upp í risa stórflutningaskip og frá mótorskipum upp í háhraða ferjur hvert sem er í heiminum. Einnig útvega þeir útgerðum áhafnir til lengri eða skemmri tíma. Smit Jaguar var eins og áður sagði dráttarbátur sem hafði verið smíðaður í Haiphong í Víetnam og var förinni heit- ið til Rotterdam. Vélstjórinn sem hafði farið með skipinu frá Víetnam gafst upp á leiðinni og var því leitað hafnar í Shanghai til að skipta á vélstjórum. Skip- ið sigldi reyndar ekki einskipa því syst- urskip þess, Smit Tiger, var einnig með í för en þessir dráttarbátar voru hannaðir til að aðstoða risagámaskip allt að 18.000 TEU’s. Afl þessa báta var það mikið að tveir svona dráttarbátar ráða við slík skip í allt að 9 vindstigum en vélarorka þeirra var 5.420 kW og dráttargeta upp á 100 tonn. Dráttarbátar í þessum stærðar- flokki eru ekki sparneytnustu skipin sem völ er á en á hagkvæmnisferð var þeim siglt á 8 hnúta hraða og var þá eyðsla 7.000 ltr. á klst. Á fullri ferð eyddu þau hvorki meira né minna en 36.000 ltr. á klst. Þegar skipin voru komin SV af Madagaskar á leið sinni til Rotterdam komu boð frá Redwise um að Smit Jaguar skyldi snúið við og siglt til Mumbai. Þar hafði fundist verkefni fyrir dráttarbátinn og því varð för Elfars ekki lengri á þessu skipi. Systurskipið hélt reyndar ferð sinni áfram og átti eftir að hafa viðkomu í Walvis Bay, heimabæ Elfars, á leið sinni til Rotterdam. Ekki leið á löngu áður en næsta verk- efni kom upp í hendurnar en þá fór hann sem yfirvélstjóri á hollenskt köfun- araðstoðarskip, Noorhoek Pathfinder, sem var við vinnu í Norðursjó og undan Dráttarbáturinn Belen kominn í Panamaskurðinn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.