Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27
svo við vorum fljótir að átta okkur á skekkjunni, Þegar við
komum að skipaskurðinum Falsterbro, vorum við heppnir. Það
var stór skúta að fara í gegn og við eltum hana og ég hélt að við
slyppum við að borga toll, því það þurfti að hífa upp brúna til
að hleypa skipum í gegn, en það kom á okkur kastari augnablik
og búið. Og þegar við komum til Gautaborgar, var kominn
reikningur til umboðsmannsins. Þegar við komum á móts við
Málmey fórum við fram hjá stórri bauju með hvítu ljósi, þar
skiptust leiðirnar, grænt ljós á stjórnborða og rautt á bakborða
var leiðin upp Eyrarsundið, en hvítt ljós á stjórnborða og rautt
á bak, var leiðin til Kaupmannahafnar. Ég man að klukkan var
rétt yfir miðnætti og ég orðinn ansi þreyttur, svo að ég lét stýri-
manninn taka við. Áður var ég búinn að skýra fyrir honum
leiðirnar. Ég var varla búinn að vera meira en hálftíma í koju,
þegar hann kom og sagðist bara sjá hvítt ljós á stjór og rautt á
bak. Ég sá strax að hann hafði tekið feil og var á leið til Kaup-
mannahafnar. Við sáum ljósið á stóru baujunni við Málmey, svo
að ég ætlaði að snúa bátnum við en keyrði þá utan í sand- eða
drullubakka og þrælfesti bátinn. Seinna frétti ég að Eyrarsundið
er allt grafið út í rásir. Við sátum þarna fastir og ég spurði eftir-
litsmanninn, hvað ég mætti keyra mikið. „Full spit! Full spit,“
svaraði hann, ábyggilega hálf hræddur. Það var alveg hvíta logn.
Ég fór að reyna að keyra með fullri ferð og leggja á stýrið sitt á
hvað og bakka á milli, allt í einu losnaði djöfsi og við gátum
rétt okkur af.
Strax og við komum norður fyrir Kullin, byrjaði kompás-
skekkjan að segja til sín og það tók okkur tvær baujur að rétta
okkur af. Það var eins gott, því að þegar við komum að eynni
Vinga, þar sem við tókum lóðsinn, var komin þokumugga. Við
komum ekki til Gautaborgar fyrr en um miðja nótt. Það væri
synd að segja að vélaverksmiðjan hefði verið okkur velviljuð,
því ljósavélin var enn í Jönköbing og ekki farið að finna verk-
stæði til að setja hana niður. Faðir minn vildi að við kæmum
bara með vélina heim og hún yrði sett niður heima, því það
væri komin góð veiði í reknetin. Ég tók það ekki í mál, við
værum búnir að borga fyrir verkið og vélin skyldi niður á þeirra
kostnað. Loksins þegar ljósavélin kom, þá var þetta, jú 12 ha.
June Munktell tík, handsnúin í gang með 500 watta og 32 volta
rafali, reimdrifnum, og þurfti að setja sígarettu í hana, áður en
henni var snúið í gang. Verkstæðið, sem tók að sér verkið var
staðsett hinum megin við Gautaána sem var ekki til að flýta
verkinu. Þeir voru fjóra daga að ganga frá tíkinni.
Ég lét rétta af áttavitann á meðan við biðum þarna. Það var
betur gert en í Simrishamn. Eins tókum við olíu og kost og
gerðum upp við umboðsmanninn, sem hét Lundgreen og var
tengdafaðir sænska boxarans Johnson, sem var frægur á þessum
tíma. Við vorum fegnir að komast frá Gautaborg síðustu dagana
í september. Auk mín voru um borð Benidikt Guðmundsson
stýrimaður, Sigurður Kristjánsson vélstjóri og Guðjón Gunnar
Ólafsson, bróðir minn, sem 2. vélstjóri og kokkur. Við lögðum
af stað að kvöldi í sæmilegu veðri. Settum út vegmæli við Vinga
um leið og við slepptum lóðsinum. Ákveðið var að koma við í
Færeyjum og var stefnan sett fyrir North Unst á Séttlandseyj-
um, þegar við vorum við Skagen í Danmörku.
Togast á um sæng
Seinni part fyrstu nóttina, þegar við vorum komnir um fjörutíu
mílur frá Skagen, stöðvaðist vélin snögglega. Við athugun kom í
ljós að útblásturs ventill hafði festst og undirlyftu stöngin bogn-
að, hún var um metri á lengd. Tveir ventlar voru til vara og var
fljótlegt að skipta um þá, því að þeir voru í sér húsum og bara
að losa tvo bolta, en engin undirlyftustöng var til vara, svo að
við urðum að rétta hana með slaghamri fram á lestarlúgu. Það
tókst bærilega. Við töfðumst á þriðja tíma við þetta. Það sama
kom fyrir aftur þriðju nóttina, svo að við tókum hlífarnar af,
sem voru yfir ventlunum, svo að hægt væri að smyrja þá með
smurkönnu. Við komum til Þórshafnar í Færeyjum að morgni
á fjórða sólarhringnum. Við höfðum samband við Ólaf Guð-
mundsson, sem var umboðsmaður fyrir marga Íslendinga. Hann
var gamall Keflvíkingur, svo að við þekktumst vel. Hann fékk
menn úr smiðju til að taka ventlana og undirlyftustangirnar í
smiðju og fór lunginn úr deginum í að losa ventlana úr húsun-
um. Um kvöldið, þegar allt var komið í lag, fórum við að olíu-
bryggju ESSO, en þar höfðum við úttektarheimild á olíu. Ég fór
upp á skrifstofuna og fékk að hringja heim í föður minn og lét
Styrkir brjósk og bein
www.hafkalk.is
Virðist draga úr liðverkjum
vegna slitgigtar