Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21
veiðimaður og eðlið hverfur ekki þótt
hann hafi horfið frá fiskiskipum. Á ferð-
um hafa skipverjar gjarnan rennt fyrir
fisk og hefur Elfar útbúið ýmiss veiðar-
færi og gogga á ferðum sínum til að létta
undir veiðarnar. Segir hann suma skip-
verja vera hörku veiðimenn og oft hafi
veiðin verið í ævintýralegu magni og
stærð. Á einni af ferðum sínum yfir
Kyrrahafið veiddi hann Kóngamakríl sem
var 170 sentimetrar að lengd sem má
teljast mjög góð veiði.
Í ársbyrjun síðasta árs fékk Elfar boð
um að nú skyldi haldið til Niigata í
Japan til að sigla tveimur dráttarbátum
þaðan og til Rotterdam. Dráttarbátarnir,
RT Champion og RT Leader eru 32
metra langir og rétt um 500 BT að stærð.
Aðalvélarnar eru þrjár í hvoru skipi og
knýja 360° skrúfu sem er undir miðju
skipunum. Það kom í hlutverk Elfars að
vera um borð í Champion.
Frá Japan héldu skipin skömmu áður
en jarðskjálftar áttu eftir að skekja landið
með tilheyrandi hörmungum og mann-
falli. Í Niigata var allt á kafi í snjó þegar
skipin héldu af stað og var ferðinni heit-
ið til Busan í Suður-Kóreu til að taka
olíu en sökum verðlags á olíunni í Japan
var ákveðið að fara þangað sem ódýrari
olíu var að fá. Þegar skipin komu til
Busan var lítið mál að fá brennsluolíu en
smurolía var gjörsamlega ófáanleg þar
sem mikil hátíð var þar í gangi. Því var
haldið til Hong Kong í þeim tilgangi að
fá smurolíu og síðan til Singapúr til að
undirbúa skipin undir siglingu í gegnum
hættusvæði vegna sjórána. Þegar áform-
uð er sigling um hafsvæði þar sem sjó-
ræningjaógn er til staðar þarf að verja
skipin vel en dráttarbátum hefur tíðum
verið rænt enda borðlág skip sem ekki er
erfitt að komast um borð í ef varnir eru
ekki nægar. Settar voru stálplötur til að
verja brýr bátanna fyrir byssukúlum og
gaddavírsgerði sett á lunningar skipanna.
Þá var útbúið í vélarrúmum skipanna
öryggisrými (virki) sem var í aftara
skrúfurými. Skipið skiptist í raun í þrjú
rými, fremra skrúfurými, vélarrými og
aftara skrúfurými. Þar komu þeir fyrir
gerfihnattasíma, þurrmat, vatni og öðr-
um nauðsynjum. Að lokum voru settir
slagbrandar innan frá í rýminu þannig
að sjóræningjar ættu ekki möguleika á
að komast inn til skipverjanna.
Áður en haldið var frá Singapúr var
ákveðið að Elfar færi af Champion og
um borð í Leader. Því næst var siglt til
Sri Lanka þar sem teknir voru um borð
þrír menn á hvort skip en þeir voru fyrr-
um breskir og írskir hermenn sem höfðu
barist í Afghanistan og Írak. Á hvorum
dráttarbáti voru sex skipverjar og þrír
hermenn en þeir voru borgaralega
klæddir. Siglt var að nyrsta hluta Mald-
ives eyja áður en lagt var í siglinguna í
Aden flóa.
Þann 11. mars var Elfar ásamt skip-
stjóranum í brúnni þegar þeir sáu fiski-
skip í fjarska sem var hátt á borði og
dólaði. Voru dráttarbátarnir þá um 830
sjómílur undan Sómalíuströnd. Slík sýn
er sannarlega eitthvað sem þeir áttu vart
RT Leader. Aftara skrúfurýmið útbúið sem virki fyrir áhöfnina tækist
sjóræningjum að komast um borð.
Smit Jaguar var ekki beint fyrir augað en aflið
gríðarmikið til að geta aðstoðað 18.000 TEU‘s risa-
gámaskip.