Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
furðufiski, sem lá undir skemmdum í sumarhita jólanna, svo
hamskeri safnsins varð að setja hann upp, en við það fóru inn-
yflin forgörðum. Smith gat ekki betur séð en fiskurinn, sem
ungfrú Latimer lýsti og teiknaði í bréfinu, hlyti að vera skúf-
uggi, en þeir höfðu til þessa verið taldir hafa dáið út á krítar-
tíma bili, fyrir 50 milljón árum. (Síðari tíma mælingar benda til
að minnsta kosti 65 milljón ára.) Smith sendi snarlega skeyti og
bréf til East London þar sem hann hvatti ungfrú Latimer til að
varðveita innyfli fisksins, sem var um seinan.
Hvað sem öllum jólum leið var prófessorinn í miklum önn-
um, auk þess sem hann trúði tæpast að um skúfugga gæti verið
að ræða. Eftir nokkur bréfaskipti, sem meðal annars urðu til
þess að safnvörðurinn sendi prófessornum hreistur af fiskinum,
tók hann sig upp 8. febrúar, en tafðist vegna flóða á leiðinni,
sem var um 560 km, og komst ekki til East London fyrr en 16.
febrúar.
Bláfiskurinn
Þangað kominn fór Smith að sjálfsögðu sem leið lá á safnið og
skoðaði fiskinn. Hann sannfærðist óðara um að þetta væri
skúfuggi og gaf honum fræðiheitið Latimeria chalumnae. Ætt-
kvíslarnafnið var til heiðurs safnverðinum sem hafði haldið
dýrinu til haga, og viðurnafnið höfðaði til þess að fiskurinn
hafði veiðst við mynni Chalumnafljóts. Þar sem fiskurinn er
skærblár að lit hefur tegundin fengið nafnið bláfiskur á íslensku
og samsvarandi nafn á ýmsum öðrum málum.
Fiskurinn var svo færður í lögreglufylgd á heimili Smiths í
Grahamstown, þar sem hans var gætt dag og nótt.
Skýrsla Smiths um skúfuggann birtist í fræðiritinu Nature í
Lundúnum og vakti að vonum mikla athygli. Enskur vísinda-
maður, sem skoðaði fiskinn heima hjá Smith, hvatti hann til að
leita álits annarra og senda skepnuna helst á Breska safnið, þar
sem sérfræðingar gætu skoðað hana. Þessu svaraði Smith af
sama skorti á lítillæti og haft var eftir Sherlock Holmes, að
hann drægi í efa að aðrir en hann sjálfur hefðu meira vit á
þessu. Annar fræðimaður, landi Smiths, hafði áhyggjur af því
að hann væri að hætta mannorði sínu sem vísindamanns með
þessu gaspri um að hafa fundið núlifandi skúfugga.
Fleiri en vísindamenn höfðu samband við Smith. Kona skrif-
aði honum og kvaðst hafa frétt að hann hefði áhuga á því sem
gamalt væri; sjálf ætti hún fiðlu sem verið hefði í eigu fjöl skyld-
unnar í meira en öld. Væri hann til í að meta fiðluna ef hún
sendi honum hana? Hann frétti af mörgum furðuhlutum og
forngripum öðrum, auk þess sem honum bauðst að taka þátt í
leit að fjársjóði í Durban eftir gömlu sjóræningjakorti. Bók-
stafstrúarmenn vöktu athygli Smiths á því að hann sniðgengi
ritninguna með staðhæfingum um milljónir ára og að þróunar-
kenningin væri runnin undan rifjum myrkrahöfðingjans til þess
eins að leiða sálirnar á glötun ar veg.
Smith kepptist nú við að kryfja og rannsaka það sem eftir
var af fiskinum, enda gerðist safnstjórnin í East London brátt
óþolinmóð og heimtaði sinn fisk heim, þar sem fólk biði eftir
að skoða hann. Var hann svo fluttur á safnið í byrjun
maímánaðar, sem fyrr í vörslu lögreglu. Fjöldi manns kom til
að skoða dýrið og tilboð bárust í það frá erlendum náttúru-
gripasöfnum. Ungfrú Latimer harðneitaði að láta fiskinn af
hendi, og stjórn safnsins féllst á að sæmdin af því að hafa svo
einstæðan fisk til sýnis væri meira virði en það sem fyrir hann
fengist. Lesendur þessa rits, sem leið eiga um East London í
Höfðalandi, geta því gert sér ferð á náttúru gripa safn staðarins
og skoðað frumeintakið af Latimeria chalumnae. Þeim sem ekki
eiga heimangengt þangað suður er bent á mynd, sem hér má
sjá.
Stríðið skellur á
Brátt skall á heimsstyrjöld og heimurinn hafði um annað að
hugsa en leit að framandlegum fiski. Suðurafríski herinn þarfn-
aðist efnafræðinga til að framleiða sprengiefni og Smith var
önnum kafinn við kennslu. Hann gleymdi samt ekki fiskinum
sínum og hélt uppi um hann spurnum hjá sjómönnum og
strandbúum, en án árangurs. Brátt sannfærðist Smith um það
að þessi eini fiskur hlyti að hafa borist með hafstraumum langa
leið frá eðlilegum heimkynnum sínum.
Í september 1945 barst Smith bréf frá útgefanda, sem bað
hann að skrifa fiskabók fyrir suðurafrískan almenning. Smith
hafði raunar fyrir nokkru byrjað á þannig bók en hætt verkinu
þegar hann sá fram á að hann gæti ekki fjármagnað það. Nú
tókust brátt samningar um útgáfu ritsins og Smith hófst handa
þar sem frá var horfið.
Í apríl 1938 hafði hann gengið að eiga Margaret Mary Mac-
donald, sem var nærri 20 árum yngri en hann og áður nemandi
Bláfiskur, Latimeria chalumnae, á safni í Ástralíu.
Auglýsingin, sem varð til þess að annar bláfiskurinn fannst. (J. L. B. Smith.)