Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37
Nýr eigandi,
Sigurður Bjarnason
Í vikublaðinu Degi, frá í ágúst 1928,
kemur fram að Sigurður Bjarnason, út-
gerðarmaður á Akureyri, keypti skipið á
uppboðinu fyrir 2200 kr. Í framhaldinu
var hann skráður eigandi þess frá 30.
október 1928.
Sigurður Bjarnason var kvæntur Önnu
Jósefsdóttur, systur Jóhannesar Jósefs-
sonar glímukappa er lét byggja Hótel
Borg og var gjarnan kenndur við.
Sigurður var Mýramaður, fæddur að
Álftártungu á Mýrum í Borgarfirði á ár-
inu 1876 en fluttist 1902 til Akureyrar.
Á Akureyri var Sigurður vel liðinn at-
hafnamaður. Hann hóf feril sinn þar við
smíðar, byggði hús, endurbyggði og lag-
færði. Síðar stofnaði hann alhliða verslun
er varð í tímans rás að byggingavöru-
versluninni Valhöll er starfrækt var í
stóru timburhúsi við Hafnarstræti 98 á
Akureyri. Síðar bættist svo útgerðin við.
Um það leyti sem Sigurður keypti
Súluna átti hann og gerði út þrjá báta:
Kolbein unga EA-450, smíðaður í Noregi
árið 1920 úr eik og furu, 56 brl. með 60
hö. gufuvél. Kolbrúnu EA-455, smíðuð í
Noregi árið 1912 úr eik og furu. Endur-
byggð 1928 á Akureyri, 57 brl. Með 90
hö. Wichmann dieselvél. Val EA-432,
endurbyggður 1926 á Akureyri, 39 brl.
með 50 hö Wichmann dieselvél.
Nýr eigandi, Leó Sigurðsson
Við fráfall Sigurðar í júlí 1939 kaupir
sonur hans Leó Súluna af dánarbúinu og
er skráður eigandi hennar frá 14. júní
1941. Leó gerði Súluna út með miklum
myndarbrag, allt þar til skipið fórst 10.
apríl 1963 í norðan áhlaupi sem gekk
yfir landið. Skipið var þá út af Garðskaga
á leið til Reykjavíkur með síldarfarm.
Leó gerði einnig út Sigurð Bjarnason
EA-450, einn af hinum svokölluðu Stral-
sundurum sem voru 12 talsins og komu
til landsins 1958, ´59 og sá síðasti í apríl
1960. Umfjöllun um Stralsundarana er í
4. tbl. Víkingsins 2010.
Leó gerði skipin út, bæði á tog- og
síldveiðar. Síldina veiddu skipin í hring-
og herpinót og einnig reknet. Fiskurinn
sem fékkst í trollið var verkaður í skreið
í eigin verkunarhúsi sem stendur á Odd-
eyrartanganum við Laufásgötu á Akur-
eyri. Svo vel tókst til að skreiðin fór
ávallt í hæsta gæðaflokk og endaði því á
borðum Ítala sem keyptu héðan aðeins
hágæða vöru.
Eitt og annað tengt skipinu
Gaman hefði verið að tína saman allan
aflann sem Súlan bar að landi í þau 60 ár
sem hún var gerð út en skipið stundaði
síldveiðar með herpi- og hringnót og í
reknet. Einnig botnfiskveiðar í troll og
þorskanet, að ógleymdum doríuveiðun-
um þar sem veitt var með handfærum.
Einnig stundaði skipið flutninga á með-
an það var í eigu Hinna sameinuðu ís-
lensku verslana.
Súlan sigldi öll stríðsárin með fisk til
Bretlands, oftast undir stjórn Þorsteins
Stefánssonar sem síðar varð yfirhafnar-
vörður á Akureyri.
Súlan var öll árin, sem Leó gerði skip-
ið út, máluð í sama lit, svona einhvern-
vegin gulgráum sem erfitt er að lýsa og
var örugglega ekki einn af standard-
litum þess tíma enda blandaði Leó út-
gerðarmaður litinn alltaf sjálfur. Hann
keypti málninguna sem hann notaði í
verslun Benedikts Ólafssonar sem var við
Skipa-götu 5 eða 7 á Akureyri. Benedikt
var málari að aðalstarfi en verslaði með
málningu og málningarvörur svona sam-
hliða.
Getið skipstjóra á Súlunni
Því miður hefur mér ekki tekist að finna
nöfn allra þeirra er voru skipstjórar á
Súlunni í þau 60 ár sem hún var gerð út
hér við land. Eftir að Leó eignaðist skip-
ið voru það fyrst og fremst tveir menn
sem þar voru skipstjórar, þeir Þorsteinn
Stefánsson sem tók við skipinu árið
1942, af Aðalsteini Magnússyni, og var
með það til ársins 1950 en þá tók Björn
Baldvinsson við skipstjórninni og var
með skipið næstu 10 árin eða þar til
hann fór að vinna í versluninni Gránu
M„s. Súlan bjargaði 37 mönnum
Viðvíkjandi fregn er Vísir birti s.l. sunnudag um björgun þá, er mótorskipið
„Súlan“ (eign dánarbús Sig. Bjarnasonar á Akureyri) framkvæmdi við Eng-
landsstrendur rétt fyrir miðjan mánuðinn, hefir blaðinu borist nánari upplýs-
ingar um þessa björgun.
Það var þann 12. þ. m. er Súlan var í 10 sjómílna fjarlægð sunnan við
eyna St. Kilda, að bresk flugvél flaug yfir Súluna og skaut niður flugeldum.
Sáu skipverjar þá hvar rauðan blossa bar í stefnu á eyna og grunaði þegar,
að þar væri ekki alt með feldu. Breytti Súlan þá um stefnu og stefndi á
logann. Hafði skipið ekki siglt nema fáeinar mínútur, er það fann björgunar-
bát, sem í voru 11 menn.
Samkvæmt tilvísun bátsverja fann Súlan annan björgunarbát og í honum
voru 26 menn. Mennirnir voru af belgísku skipi, „Macedonniere“ að nafni
og hafði verið skotið á það tundurskeyti skamt undan eynni. Súlan fór með
mennina til Fleetwood.
Skipstjóri Súlunnar í þessari ferð var Aðalsteinn Magnusson.
Vísir 27. jan. 1940
Fiskverkunarhús Leós á Oddeyrartanganum við Laufásgötu á Akureyri. Mynd: Helgi Laxdal