Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur franskar herflugvélar frá Kómoreyjum væru á eftir þeim með fyrirmæli um að neyða þá til að lenda innan franskrar lofthelgi. Prófessorinn bað þá hafa slíkar þvinganir að engu, og flug- mennirnir gengust við hrekknum. Þegar flugvélin lenti í Durban beið á flugvellinum flokkur fréttamanna frá blöðum og útvarpi, og Smith varð að segja fiskisöguna, fyrst á ensku en svo á afrikaans. Fiskurinn var geymdur í lokuðum málmkassa sem Smith neitaði að opna. Hann ætlaði að sýna dr. Malan fiskinn fyrstum manna. Smith fékk áhöfn flugvélarinnar þess vegna til að fljúga til Strand, með viðkomu í Grahamstown, þar sem kona Smiths og sonur slógust í förina. Forsætisráðherrahjónin tóku vel á móti gestunum. Til heið- urs Malan gaf Smith nýja fiskinum fræðiheitið Malania anjou- anae. Viðurnafnið er leitt af Anjouan, eynni sem fiskurinn veiddist við. Nú telja menn þennan fisk, og alla skúfugga sem nú eru uppi, til sömu ættkvíslar, Latimeria. Ættkvíslarheitið Malania er því ekki lengur notað. Ævilok Smiths Þegar James Leonard Brierly Smith nálgaðist sjötugt vann hann enn langan vinnudag og gekk 50 kílómetra á viku. En úr því seig á ógæfuhlið. Sjónin dofnaði og minnið brast. Smith þoldi ekki til þess að hugsa að lenda karlægur út úr heiminum. Hann svipti sig lífi að morgni 8. janúar 1968, á sjötugasta og fyrsta æviári. Ný tegund Í september árið 1987 voru bandarísk hjón, Arnaz og Mark Erdmann, á brúðkaupsferð í Indónesíu. Á útimarkaði í Mana- doborg á eynni Sulawesi benti frúin bónda sínum á furðulegan fisk. Svo vel vildi til að Mark Erdmann er doktor í fiskifræði og sá strax að þetta var skúfuggi. Hann hafði frétt af þessum „lif- andi steingervingum“ í Indlandshafi en áttaði sig ekki fyrr en hann var kominn heim í háskóla sinn í Berkeley í Kaliforníu á því, að þeir þekktust aðeins úti fyrir Afríku, um 10 þúsund kílómetrum vestur af Sulawesi. Þegar hér var komið, haustið 1987, höfðu um 200 bláfiskar náðst, flestir nærri Kómor eyjum. Rúmum áratug síðar, 1998, hélt Mark Erdmann aftur með konu sinni til Manado á Sula- wesi í skúfuggaleit á vegum Smithson-stofnunarinnar í Wash- ington. Þar hafði hann uppi á manninum, sem dregið hafði fiskinn sem brúður hans hafði bent honum á, og bauð honum álitlega upphæð fyrir annan fisk sömu tegundar. Og aðfaranótt 30. júlí það ár færði fiskimað ur inn, Om Lameh Sonatham, hon- um lifandi skúfugga, 30 kílóa þungan og 1,2 metra langan, sem veiðst hafði í hákarlanet á um 120 metra dýpi. Fiskurinn lifði um sex stundir í umsjá Erdmannhjóna, leng- ur en nokkur skúfuggi hafði áður tórað í haldi manna. Þau horfðu á og kvikmynduðu atferli hans og söfnuðu auk þess ýmsum gögnum, meðal annars DNA-sýnum, með tækjum frá Smithson-stofnuninni. Að endingu gáfu þau fiskinn indónes- ísku náttúrugripasafni. Indónesíski skúfugginn er áþekkur bláfiskinum frá Kómor- eyjum í útliti, en grábrúnn. Þetta er sjálfstæð tegund, Latimeria menadoensis. Samanburður á erfðaefni bendir til þess að teg- undirnar hafi greinst að fyrir 30 til 40 milljón árum. Heimamenn kalla fiskinn raja laut, sem útleggst „konungur hafsins“. Kannski mætti hann heita brúnfiskur á íslensku? Lífshættir og líkamsgerð Það sem hér er skráð er einkum fengið við rannsóknir á blá- fiski, en það mun flest eða allt eiga einnig við um indónesíska skúfuggann. Bláfiskar hafa fundist allt að 700 metrum undir sjávar máli, en mest er um þá á 90 til 200 metra dýpi. En það er ekki dýpið sem slíkt sem ræður ferðinni. Bláfiskar forðast birtu og þrífast best í 14 til 22 stiga heitu vatni. Við þann hita ná tálknin mestu súrefni úr sjónum. Raunar bendir margt til þess að fisk- arnir liggi stundum í eins konar dvala á köldum hafsbotni. Þá verða efnaskiptin hægari og súrefnisþörfin að sama skapi minni. Bláfiskar eru náttdýr og veiðast nær aldrei á daginn. Flestar eða allar sjónskynfrumur í augum bláfisks eru stafir, sem skynja jafnvel mjög daufa birtu í gruggugum sjó en aðgreina ekki liti. Í augnbotninum er endurkastslag, glærvoð (tapetum lucidum). Lagið endurkastar ljósi sem inn í augað berst, svo það nýtist betur, en á kostnað sjónskerpunnar. Ekkert slíkt lag er í augum manna, en það birtist eins og spegil flötur þegar lýst er til dæmis í augu hunds, kattar eða kindar. Bláfiskar sjást stundum standa á höfði á hafsbotni. Talið er að þá beiti þeir sérstöku líffæri í trjónunni, sem óþekkt er í öðrum dýrum en virðist greina rafsvið í umhverfinu. Bláfiskar eru rándýr og leggjast á flest kvikindi sem þeir ráða við, svo sem kolkrabba og smokkfiska, litla háfiska og aðra Veiðst hafa tæplega 100 kg skúfuggar og 180 sm langir. Lifandi skúfuggi frá Sulawesi, „brúnfiskur“, Latimeria menadoensis, í japönsku lagardýrasafni. (Wikipedia).

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.