Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 2
Nú tekur við eftirfylgni og eftirlit hjá Árna sem varð þrítugur á meðan hann barðist fyrir lífi sínu. Siggi Stormur Elínborg Harpa var handtekin í Gleðigöng- unni árið 2019. Borinn í viði af Ströndum Börn, ættingjar og vinir Hrafns Jökulssonar, blaðamanns og rithöfundar, báru kistu hans, en fjölmenn útför hans fór fram í Hallgrímskirkju í gærdag. Kistan var smíðuð úr rekaviði frá Ströndum, en seinustu árin vann Hrafn mikið hreinsunarstarf í Kolgrafarvík og barðist af elju fyrir strandhreinsun. Hrafn var einnig þekktur sem skákfrömuður og vann til að mynda mikið góðgerðarstarf á Grænlandi tengt skákíþróttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI. vísindavaka rannís 2022 ka í 2i davaka í dag! öll velkomin! Laugardalshöll laugardagur 1. október kl. 13.00 - 18.00 2022 Árni Þórður, sonur Sigga Storms, er útskrifaður eftir tíu mánaða dvöl á Landspítal- anum. Hann barðist fyrir lífi sínu eftir alvarlega líffæra- bilun. Þeir feðgar gengu út af spítalanum í gær glaðir í bragði og þakklátir fyrir góðar kveðjur. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Nú er drengurinn að útskrifast eftir tæplega tíu mánaða dvöl á Landspítalanum, sem eru vissulega stórkostleg kaflaskil og er dásamlegt,“ segir Sigurður Þ. Ragn- arsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, en sonur hans, Árni Þórður, fékk læknabréf á fimmtudag þar sem hann var útskrifaður. Nú tekur við eftirfylgni og eftirlit hjá Árna sem varð þrítugur á meðan hann barðist fyrir lífi sínu. Árni varð fyrir alvarlegri líffærabilun 19. des- ember síðastliðinn og var vart hugað líf á tímabili. Þjóðin hefur fylgst vel með baráttu fjölskyldunnar en Sig- urður hefur leyft þjóðinni að fylgjast með á Facebook-síðu sinni. Árni mun þurfa á næstunni að hitta meltingarsérfræðinga, fara í blóðprufur, í sneiðmyndatökur og vera í ströngu eftirliti. „Fyrir okkur foreldrana og fjölskylduna er þetta hálfgert kraftaverk. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Hann var svo svakalega veikur og það leist ekki öllum á blikuna á tíma- bili,“ segir Sigurður og tekur sér smá hlé. „Ég ákvað að tjá mig á Facebook. Það var mín aðferð til að komast í gegnum þetta. Sumir gagnrýna það eflaust að opna sig svona, en ég bara trúi á gott fólk og það stóðst. Það var dásamleg og ólýsanleg tilfinning hvað svona góðar kveðjur geta stutt mann þegar öll sund virðast lokuð. Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyði- mörkinni, maður er alveg hjálpar- laus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk. En ég fann að ég var ekki einn. Það voru svo margir sem sendu hlýja strauma og ég fann það standandi einn í myrkrinu. Það voru margir sem hringdu, sendu mér skilaboð og gáfu mér góð ráð og sendu góðar hugsanir. Nokkuð sem ég varð mjög meyr yfir.“ Hann segir það hafa verið erfitt að horfa upp á son sinn berjast fyrir lífi sínu. „Þetta var hryllingur. Þetta stóð yfir svo lengi og hann varð svo veikur svo lengi.“ Árni hafði nýverið klárað Tollskól- ann og var búinn með íþróttafræð- ina frá Laugarvatni. Hann var því hinn hraustasti og erfitt að útskýra hvað það var sem gerðist. „Nú tekur við þetta eftirlit sér- fræðinga á göngudeild meltingar- sjúkdóma. Svo verður endurhæfing, en hann kann ýmislegt fyrir sér í að styrkja og efla. Þannig vill hann byrja, en endurhæfing þarf að ná yfir huga og hönd. Hann spyr sig eðlilega af hverju ég?“ Siggi getur vart lýst því hvað hann er glaður að ganga út í lífið á ný með Árna sér við hlið. „Ég verð að koma ítrustu þökkum til þeirra sem hjálpuðu okkur í gegnum þetta. Við stöndum í mikilli og ævarandi þakkarskuld, hvort sem það eru heilbrigðisstarfsmenn eða fólkið í landinu. Takk.“ n Kraftaverkasonur Sigga Storms loks útskrifaður Árni varð þrítugur á meðan hann barðist fyrir lífi sínu. Hjúkrunarfólk og læknar sungu afmælissönginn fyrir hann við rúmið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Stjórn samtakanna ‘78 fagnar farsælum málalyktum sem tengdust handtöku á hinsegin ein- staklingi á Hinsegin dögum 2019, og aðkomu Samtakanna að því máli. Stjórnin bókaði þetta á síðasta stjórnarfundi sínum. Elínborg Harpa var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019, en stjórn Hinsegin daga sendi frá sér afsökun- arbeiðni um miðjan ágúst þar sem hún harmaði að hafa nafngreint Elínborgu við lögreglu og fyrir sein viðbrögð. n Fagna farsælum málalyktum Elínborg Harpa var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ragnarjon@frettablaðið.is MENNINGARMÁL Menningarsetrið Hannesarholt verður opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmt ár, vegna þeirra takmarkana sem settar voru á tímum faraldursins. Matreiðslumaðurinn Friðrik V. Hraunfjörð hefur veitingarekstur í húsinu. Boðið verður upp á fisk- og grænkerarétti í hádeginu og á kvöldin verður í boði almenn veislu- þjónusta og matartengdir menn- ingarviðburðir. Það er rausnarlegur stuðningur Anna-Maria & Stephen Kellen góð- gerðarsjóðsins í New York, sem hefur gert Hannesarholti kleift að halda rekstri hússins áfram. „Við erum sjóðnum og stjórnar- formanni hans, Caroline Kellen, ævarandi þakklát, en Caroline er góðvinur Hannesarholts og sýnir nú í verki áhuga og skilning á hug- sjónastarfi Hannesarholts,“ segir Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, einn af stofnendum Hannesarholts. Forsvarsmenn segjast þakk- látir að löngum óvissutíma sé lokið. Myndlistarsýning Þórunnar Elísabetar, Himneskt er að lifa, prýðir veggina og verður öllum opin þriðjudaga til laugardaga. n Hannesarholt opnar dyr sínar á ný Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, stofn- andi Hannesarholts ásamt Friðrik V. Hraunfjörð, matreiðslumanni og Arnheiði Völu rekstrarstjóra. 2 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.