Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 6
 29. sep - 8. okt Barnadagar Fjarðarkaupa r ð Frábær verð Forvarnafulltrúi segir stjórn­ völd auka aðgengi að áfengi þvert á alþjóðleg skilaboð í heilbrigðiskerfinu. Fram­ sóknarþingmenn vilja að búðir megi selja áfengi alla daga ársins. bth@frettabladid.is LÝÐHEILSA Fimm þingmenn Fram­ sóknarflokksins hafa lagt til laga­ breytingu á áfengislögum. Ef frum­ varpið verður samþykkt eykst aðgengi að áfengi, þar sem búðum verður heimilt að selja áfengi alla daga ársins, líka á stórhátíðum. Samkvæmt núgildandi ákvæðum skulu áfengisútsölustaðir lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumar­ daginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Af ákvæð­ unum leiðir einnig að áfengisútsölu­ stöðum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum. „Slíkt bann við opnunartíma staða sem selja áfengi og sölu frá framleiðslustað, samræmist ekki tíðaranda samfélagsins,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Einnig segja Framsóknarþing­ mennirnir fimm, undir forystu Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur sem situr í velferðarnefnd, að með tilkomu nýrra áfengisverslana, sér­ staklega netverslana, sé talið að veita þurfi áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við. Að mati f lutningsmanna er eðli­ legt að áfengisútsölustaðir hafi rétt til að ákveða opnunartíma án þess að það sé skilyrt í lögum. Breytingin myndi fela í sér að heimilt verður að hafa áfengisútsölustaði opna alla daga. Opnunartími ríkisrekinna áfengisverslana á Norðurlöndunum er almennt ákveðinn með öðrum hætti en lagasetningu. Stjórnir, reglugerðir og ákvarðanir ráðu­ Frumvarp um aðgengi gagnrýnt bth@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Fulltrúar Sam­ fylkingarinnar í minnihluta bæjar­ stjórnar í Hafnarfirði hafa lagt fram bókun þar sem lýst er verulegum áhyggjum af fjármálum bæjarins. „Niðurstöður árshlutareiknings Hafnarfjarðarbæjar eru verulegt áhyggjuefni. Hallarekstur upp á rúman einn og hálfan milljarð króna er staðreynd og langt frá áformum sem finna má í fjárhags­ áætlun bæjarins,“ segir í bókuninni. Fram kemur að fulltrúar Samfylk­ ingarinnar í bæjarráði hafi í sumar varað við erfiðri fjárhagsstöðu bæj­ arins og blikum á lofti í þeim efnum. Samfylkingin hafi kallað eftir við­ brögðum og tillögum meirihlutans, en engin svör fengið. „Fulltrúar meirihlutans hafa aftur á móti afneitað staðreyndum og sagt ástand fjármála bæjarins í góðu lagi. Nú eru staðreyndir skýr­ ar. Reksturinn skilar umtalsverðum halla upp á hálfan annan milljarð. Og aðeins hálft árið að baki.“ n Áhyggjur af fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun hefur tekið saman fjölda tilkynninga vegna lyfjaskorts á síðasta ári, að ósk Fréttablaðsins. Í fyrra bárust 846 tilkynningar um lyfjaskort. Þar af voru 820 frá markaðsleyfishöfum og 26 frá ein­ staklingum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að hægari aðföng lyfja og málsvæði íslenskunnar væru áskoranir. Mörg dæmi eru um að íslenskir sjúklingar þurfi undanþágur fyrir lyf og getur sú staða komið upp að leiðbeiningar séu á erlendum tungumálum, svo sem spænsku. Málið kom til umræðu á Alþingi í fyrradag þar sem haldið var fram að fjöldi íslenskra barna hefði lent í vandræðum vegna lyfjaskorts. n Tilkynningar um lyfjaskort margar benediktboas@frettabladid.is VEÐUR „Meðalhiti sumarsins reikn­ ast 9,2 stig. Það er í kaldara lagi miðað við það sem algengast hefur verið síðustu áratugi, en hefði samt talist hlýtt á „kalda“ tímabilinu 1965 til 1995,“ skrifaði veðurfræðingur­ inn Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Hann segir að svokölluðu Veður­ stofusumri sé lokið, en það nái frá júní til september. n Sumarið náði ekki tíu gráðum 846 tilkynningar bárust um skort. Veðrið var slæmt nyrðra og syðra. Rósa Guð- bjartsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, fyrir kosning- arnar í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hluti þing- manna Framsóknar- flokksins vill lagabreytingu á áfengislögum. Ef hún næst í gegn eykst að- gengi að áfengi þar sem búðum verður heimilt að selja áfengi alla daga ársins, líka á stórhá- tíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR Árni Einarsson, forvarnafulltrúi Hafdís Hrönn er fyrsti flutnings- maður bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Orri Páll Jóhanns­ son, þingf lokksformaður Vinstri grænna, segir að ástæða þess að VG á ekki fulltrúa í þingsályktunartil­ lögu um að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum, sé ekki sú að hreyfingin hafi tekið afstöðu gegn notkun efnisins xíló­ síbíni, sem er virkt efni í sveppum. „Við höfum ekki tekið umræðu innan okkar hreyfingar um þetta mál og þess vegna erum við ekki með í málinu. Við skorumst ekki undan að taka þátt í umræðunni þegar hún á sér stað,“ segir Orri Páll. Þingmenn allra f lokka utan VG, alls yfir tuttugu talsins, vilja að heilbrigðisráðherra skapi löglegan farveg fyrir efnið í lækningaskyni. Engil bert Sigurðs son geð læknir sagði í Fréttablaðinu þegar greint var frá nýrri rannsókn um að skyn­ VG ekki gegn skynvíkkandi aðferðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksfor- maður Vinstri grænna, segir flokkinn ekki skorast undan umræðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK víkkandi meðferð geti gagnast fólki sem þjáist af alvarlegu þunglyndi: „Það þarf aðila sem hefur hlotið þjálfun og getur brugðist við ef reynslan reynist ein stak lingi erfið.“ Einnig segir geðlæknirinn: „Við þurfum að lág marka líkur á að fólk fari illa út úr of skynjunar með ferð eins og gerðist með LSD. En það er þannig með lyf, skurð að gerðir, mörg inn grip, að stundum sam þykkjum við aukna á hættu við læknis með­ ferð hjá þeim sem glíma við al var­ legustu veikindin.“ n neyta ráða för við slíka ákvarðana­ töku. Slíkt veitir þeim verslunum rýmra frelsi til að ráða sínum opnunartíma og breyta honum ef ástæða er talin vera til þess.  Að mati flutningsmanna er frum­ varpið til þess fallið að áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi þar sem eftirlit verði með aldurstakmörkum og stuðlað að forvörnum. Þá telja flutningsmenn að mikilvægt sé að blása til stórsóknar í forvörnum, meðal annars með því að auka það fjármagn sem eyrnamerkt er for­ vörnum og setja upp áætlun sem endurmetin verði með reglubundn­ um hætti. Meginefni frumvarpsins snúi að því að auka þjónustu við neytendur og að enn sé viðhaft til­ greint eftirlit með sölu áfengis. Árni Einarsson, hjá Fræðslu og forvörnum, segir frumvarpið ganga í öfuga átt miðað við yfirlýsta stefnu í forvörnum. „Aukið aðgengi að áfengi skilar sér samkvæmt rannsóknum beint í aukna neyslu. Í því ljósi er hér verið að leggja til neikvæðar breytingar," segir Árni. Hann segir að ýmsar breytingar hafi orðið á síðustu misserum þar sem  aðgengi að áfengi sé nánast stanslaust aukið. Framleiðendum hafi sem dæmi verið gert kleift að selja áfengi beint frá framleiðslu­ stað. „Hún er dálítið sérstök þessi vegferð íslenskra stórnvalda þvert á tilmæli sérfræðihópa í heilbrigðis­ kerfinu, þar sem eindregið er verið að hvetja þjóðir til að draga úr áfengisneyslu. Miðað við það erum við algjörlega á öfugri leið.“ Þá segir Árni mikið talað um for­ varnir á Íslandi á sama tíma og fjár­ heimildir til málaflokksins rýrni í gegnum lýðheilsusjóði. n 6 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.