Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 8
Hafréttarstofnun Íslands og Íslenski
sjávarklasinn gangast fyrir námskeiði í
hafrétti fyrir almenning í Húsi Sjávarklas-
ans, Grandagarði 16, Reykjavík, föstudag-
inn 7. október 2022 kl. 9.00 til 12.00.
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávar-
klasans, setur námskeiðið og kennsla er í höndum
Tómasar H. Heiðar, varaforseta Alþjóðlega hafréttar-
dómsins í Hamborg og forstöðumanns Hafréttarstofnunar,
Birgis Hrafns Búasonar, deildarstjóra hafréttarmála í
utanríkisráðuneytinu, og Snjólaugar Árnadóttur,
lektors við lagadeild HR og forstöðumanns Sjálfbærni-
og loftslagsréttarstofnunar.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 577 6200 eða á netfangið
sjavarklasinn@sjavarklasinn.is. Skráningargjald, kr. 1.000, greiðist
á námskeiðinu. Boðið er upp á kafveitingar í hléi.
Hafsjór fróðleiks bíður þín
ÖRNÁMSKEIÐ
Í HAFRÉTTI
FYRIR ALMENNING
Hver var þáttur Íslendinga í þróun hins nýja hafréttar
á 20. öld?
Hvað eru grunnlínur, innsævi, landhelgi, efnahags-
lögsaga, landgrunn, úthaf og alþjóðlega hafsbotns-
svæðið?
Hvaða reglur gilda samkvæmt hafréttarsamningnum
og öðrum alþjóðasamningum um skveiðar, hvalveiðar,
siglingar og lausn deilumála?
Hver er staða mála varðandi ákvörðun ytri marka
landgrunns Íslands utan 200 sjómílna?
Hvaða lausnir eru færar til að takast á við helstu
viðfangsefni nútímans, svo sem verndun líffræðilegs
fjölbreytileika hafsins utan lögsögu ríkja og áhrif
hækkandi sjávarborðs vegna loftslagsbreytinga á
grunnlínur og mörk hafsvæða?
Konurnar sem stigu fram sem
þolendur fagna að kosninga-
stjóra og „guðföður“ hafi
verið vikið úr Flokki fólksins.
Stígamót segja áfangasigur
gegn kynbundnu ofbeldi hafa
unnist. Þingmaður Norðaust-
urkjördæmis vonar það besta
um framhaldið á Akureyri.
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL „Já, ég ánægð með að
Hjörleifi [Hallgrímssyni] hafi verið
vikið úr f lokknum, þessi maður
hefur ekkert að gera í þessum flokki
eða öðrum f lokkum. Maðurinn
sem slíkur er ekki alslæmur, hann
býr yfir ákveðinni kunnáttu, en
hegðun hans er ekki í lagi, fram-
koma og samskipti hans við fólk eru
ekki ásættanleg,“ segir Hannesína
Scheving, ein kvennanna þriggja í
Flokki fólksins á Akureyri.
Hannesína er í hópi þriggja
kvenna sem báru Hjörleif og f leiri
karla þungum sökum nýverið sem
þolendur ofbeldis. Oddviti listans,
Brynjólfur Ingvarsson, fyrrum geð-
læknir og bæjarfulltrúi eftir kosn-
ingasigur í vor, og Jón Hjaltason,
sagnfræðingur sem skipaði þriðja
sætið og situr í ýmsum nefndum,
ætla að hætta í Flokki fólksins eftir
inngrip f lokksforystunnar. Þeir
starfa eftirleiðis sem óháðir í bæjar-
stjórn Akureyrar í óþökk flokksfor-
ystunnar.
Jakob Frímann Magnússon, þing-
maður Flokks fólksins í Norðaustur-
kjördæmi, vill ekki tjá sig um hvort
rétt hafi verið að víkja Hjörleifi,
„guðföður listans“ að eigin sögn og
kosningastjóra úr flokknum.
„Ég er á leiðinni norður í kjör-
dæmaviku. Ég ætla að reyna að lesa
stöðuna og vona það besta,“ segir
Jakob Frímann. „Ég vona að það
versta sé yfirstaðið.“
Eftir blaðamannafund kvennanna
um óásættanlega framkomu karl-
anna þriggja, einkum Hjörleifs, brást
Hjörleifur við í Fréttablaðinu með
því að kalla konurnar „svikakvendi“.
Þau ummæli virðast endanlega hafa
leitt til þess að Hjörleifi var vikið úr
flokknum.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Stígamótum,
segir málið til marks um breytt við-
horf gagnvart kynbundu ofbeldi og
kynferðislegri áreitni. Gripið sé til
aðgerða í stað þess að stjórn flokks-
ins láti málið óáreitt.
„Það hefur verið ákveðin til-
hneiging hjá ýmsum stofnunum og
fyrirtækjum að segja að lítið sé hægt
að aðhafast fyrr en mál hafi farið í
gegnum réttarkerfið. Þetta mál er
gott dæmi um að það er ekki alltaf
nauðsynlegt. Það þarf ekki alltaf
niðurstöðu í réttarkerfinu um sekt
eða sakleysi,“ segir Steinunn.
Hún segir að konurnar hafi verið
Brottvikningin sýni að ekki þurfi
alltaf að bíða eftir réttarkerfinu
Jakob Frímann
Magnússon,
þingmaður
Steinunn Gyðu-
og Guðjóns-
dóttir, Stíga-
mótum
teknar trúanlegar og staðið með
þeim.
„Það er nauðsynlegt ef við sem
samfélag ætlum að taka ábyrgð á
kynferðislegri áreitni og kynbundnu
ofbeldi. Svona mál verða ekki bara
leyst milli þolanda og geranda held-
ur verður allt samfélagið að rísa upp
og taka ábyrgð.“
Verkefnisstýra Stígamóta segir að
margir hafi opnað augun og áttað
sig á að við höfum öll hlutverki að
gegna í því að standa með þolendum.
Bregðast við ósæmilegri hegðun með
því að kalla gerendur til ábyrgðar.
„Mér finnst þessar konur sýna
hugrekki, seiglu og staðfestu. Þær
sýna hver annarri samstöðu. En við
þurfum líka að muna að margir þol-
endur standa einir og við þurfum að
standa með þeim líka,“ segir Gyða
um akureyrsku konurnar sem héldu
blaðamannafundinn. n
Mikið hefur
gengið á í Flokki
fólksins síðan
þrjár konur á
Akureyri stigu
fram og lýstu
ofbeldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Padelvöllur á Klambra-
túni, teppalögð skíðabrekka, styttur
af risaeðlu og pólska knattspyrnu-
manninum Robert Lewandowski,
tónleikasvæði á Geldinganesi og
innanhússleikvöllur fyrir ungabörn
í Grafarvogi eru meðal hugmynda
sem hafa borist í hugmyndasam-
keppnina Hverfið mitt sem Reykja-
víkurborg stendur fyrir.
Aldrei hafa fleiri hugmyndir verið
sendar inn á einni viku en þær eru
þegar orðnar um 600 talsins, sem
er um 55 prósent aukning frá sama
tíma í síðustu hugmyndasöfnun.
„Það er gaman að sjá hvað borgar-
búar eru áhugasamir um að taka
þátt í hugmyndasöfnuninni í ár og
þetta eru ótrúlega fjölbreyttar hug-
myndir sem eru að berast,“ segir
Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnis-
stjóri hjá Reykjavíkurborg.
„Ef fram sækir sem horfir munu
borgarbúar vonandi setja met í inn-
sendum hugmyndum,“ segir hann.
Þetta er í tíunda sinn sem hug-
myndasöfnunin fer fram, en frá því
að verkefnið hófst árið 2012 hafa
898 hugmyndir orðið að veruleika.
Meðal annarra hugmynda sem
borist hafa inn er að fá McDonalds,
betra knattspyrnulið hjá Fjölni í
Grafarvogi og fleiri verslunarmið-
stöðvar.
„Við hvetjum að sjálfsögðu alla
íbúa til að senda inn hugmyndir en
það eru því miður ekki allar sem fá
brautargengi,“ segir Eiríkur. n
Aldrei fleiri hugmyndir verið sendar inn í Hverfið mitt
Eiríkur Búi
Halldórsson,
verkefnisstjóri
hjá Reykjavíkur-
borg
benediktboas@frettabladid.is
VEÐUR Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra hefur boðað komu sína
í Fjarðabyggð í næstu viku. Þetta
kemur fram í pistli sem Jón Björn
Hákonarson, bæjarstjóri Fjarða-
byggðar, ritar á vefsíðu sveitar-
félagsins.
Þar segir að ljóst sé að tjónið sé
mikið hjá einstaklingum, fyrir-
tækjum og stofnunum sveitarfélags-
ins. Einna mest virðist tjónið vera á
Reyðarfirði og mun taka einhvern
tíma að átta sig á umfangi þess,
skrifar Jón Björn.
Katrín hafði samband við Jón og
bað fyrir góðar kveðjur til allra íbúa
Fjarðabyggðar og boðaði jafnframt
komu sína í næstu viku til að skoða
aðstæður.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráð-
herra, kom á þriðjudag og fundaði
með kjörnum fulltrúum.
Næstu dagar og vikur fara í
hreinsunarstarf og uppbyggingu á
því sem skemmdist í veðrinu. „Ég
veit að við verðum ekki í vand-
ræðum með að leysa þetta verkefni,
íbúar Fjarðabyggðar munu saman
ljúka þessu með sóma,“ skrifar
bæjarstjórinn. n
Katrín fer til
Fjarðabyggðar
Björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð
fóru í á annað hundrað verkefni
tengt óveðrinu á sunnudag.
MYND/SIGURJÓN FRIÐRIKSSON
8 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ