Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 18

Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 18
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Almenn- ingur tekur lán án þess að hafa hugmynd um hvað það kostar hann. Það er einmitt töfralausn Íslands. Liz Truss sendir björgunar- bát að lysti- snekkju sem liggur við höfn í Mónakó. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Ég heilsa ykkur, kæru lesendur, af sökkvandi skipi. Skipið er breskt efnahagslíf en gatið á skrokknum braut skipstjórinn sjálfur. Liz Truss er nýtekin við sem forsætisráð- herra hér í Bretlandi. Væntingar til æðsta ráðamanns hafa sjaldan verið jafnlitlar. Í kjölfar kjörs Truss sögðust aðeins 22 prósent Breta ánægð með hinn nýja leiðtoga. En þrátt fyrir litlar væntingar tókst Truss að valda stórbrotnum vonbrigðum. Liz Truss aðhyllist frjálshyggju eins og bókstafstrúarmaður aðhyllist kristni. Frægt er þegar fyrirmynd Truss, Margrét Thatcher, barði í borð bók eftir frjálshyggjuhag- fræðinginn F.A. Hayek með orðunum: „Þetta er það sem við trúum á.“ Við kjör Truss lýsti samflokksmaður henni sem „frelsiselskandi, frjáls-markaðs-verjandi, skattalækkandi vélmenni á sjálfstýringu sem hefði verið forritað til að stefna í aðeins eina átt og gæti ekki skipt um stefnu (eða skoðun) sama hvað væri í veginum.“ En þrátt fyrir að Truss sé þekkt fyrir ósveigjanleika stóðu vonir til að þegar á hólminn kæmi tæki hún tillit til aðstæðna. „Stjórnartíð Liz Truss verður ekkert stórslys, aðeins glundroði,“ fullyrti pistlahöfundur íhaldsblaðsins The Times. Annar sagði Truss hljóta að sjá tækifærin í kredduleysi líkt og fjöldi forvera hennar úr sama flokki, þeirra á meðal Salisbury lávarður sem varð þrisvar forsætisráðherra og sagði „engan algildan sannleik eða lögmál í stjórnmálum.“ Umræddir pistlahöfundar éta nú hatt sinn. Brauðmolar í gúmmíverksmiðju Truss er vorkunn. Draumur hennar um forsætisráðherraembættið rættist á tímum krísu. Ríkið er skuldum vafið vegna Covid. Stríðið í Úkraínu veldur háu orkuverði svo að almenningur hefur ekki efni á að kynda heimili sín. Verðbólga rýrir kaupmátt fólks sem sumt þarf að neita sér um nauðsynjar. Truss beið mikið verk. Verkið tekst hún á við á þann eina veg sem frelsiselskandi, skattalækkandi vélmenni á sjálfstýringu er fært. Matarbankar anna ekki eftirspurn: Liz hyggst leggja niður auðlegðarskatt. Verð- bólga hefur ekki verið hærri í Bretlandi í fjörutíu ár og seðlabankinn hækkar stýri- vexti í von um að draga úr neyslu: Liz hyggst lækka almennan tekjuskatt til að auka neyslu. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt: Liz hyggst lækka almannatryggingagjaldið. Vika er frá því að ríkisstjórn Liz Truss kynnti efnahagsaðgerðir sínar. Síðan þá hefur gengi pundsins hrunið og skuldabréfa- markaðurinn farið á hliðina. Það hriktir í stoðum lífeyrissjóða. Seðlabankinn greip til neyðaraðgerða og hótar enn frekari vaxta- hækkunum. Almenningur sér fram á að geta ekki borgað af húsnæðislánum. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn segir Bretland ógna hagkerfi heimsins. En Liz Truss situr við sinn keip. Eftir viku- langa þögn mætti hún loks í útvarpsviðtal og sagðist ekki ætla að bakka með neitt því hún „tryði á að þetta væri það besta fyrir landið.“ Breskur almenningur er staddur á sökkv- andi farþegaferju. Liz Truss sendir björgun- arbát að lystisnekkju sem liggur við höfn í Mónakó. Því hún trúir að ef eiganda hennar farnist vel muni brauðmolar falla af gnægta- borði hans sem kunni einn góðan veðurdag að enda sem fjárfesting í gúmmíverksmiðju þar sem framleiddir eru björgunarkútar. Munið þið eftir guttunum sem gengu um vatnsgreiddir í jakkafötum á mennta- skólaárunum með heildarútgáfu Milton Friedman í skjalatöskunni og Ayn Rand á náttborðinu, svo fallega öruggir í þeirri vissu að sama hvers væri spurt væri svarið alltaf frelsi, skattalækkun eða afnám hafta? Ég hef stundum velt fyrir mér hvað gerðist ef Heim- dellingum yrðu afhentir stjórnartaumar heils lands. Nú vitum við svarið: Þetta. Nákvæmlega þetta. n Skattalækkandi vélmenni í dag! öll velkomin! vísindavaka vísindin lifna við! ka i lifna við!i davaka i din lifna við! Laugardalshöll laugardagur 1. október kl. 13.00 - 18.00 Formaður Sjálfstæðisflokksins geldur varhug við töfralausnum Evrópusam- bandsins. Það er auðvitað hans skoðun – og hana ber að virða. En valkosturinn er þá væntanleg töfralausn Íslands, sú útgáfa af samfélagi sem blasir við eyjarskeggjum á endimörkum álf- unnar. Og sú lausn felur í sér eitt sveiflukenndasta hagkerfi sem þekkist á byggðu bóli þar sem boðið er upp á svo afleitan gjaldmiðil að forkólf- ar fyrirtækja á meginlandi Evrópu láta það ekki hvarfla að sér að fara út í samkeppnisrekstur á Íslandi. Fyrir vikið hefur ríkt framfærslukostnaðar- krísa hér á landi svo áratugum skiptir, enda hefur fyrirsjáanleikinn í heimilisbókhaldinu aldrei verið til staðar. Enginn veit hvað krónan kostar hverju sinni. Gengi hennar hefur verið fellt svo reglulega á síðustu fimmtíu árum eða svo að varla verður tölu á komið. Og ekki um einhver nokkur prósent, heldur um fimmtíu prósent hverju sinni, í besta falli um tuttugu prósent, en jafnvel líka um meira en 130 prósent. Síðast í hruninu veiktist hún um nálega fimmtíu prósent. Og verðgildi hennar hefur og mun verða á huldu. Og þess vegna er boðið upp á breytilega vexti á Íslandi. Almenningur tekur lán án þess að hafa hugmynd um hvað það kostar hann. Það er einmitt töfralausn Íslands. Krónan kostar bara það sem henni sýnist. Og þetta er svona svipað því að fara út í hús- gagnaverslun og kaupa þar hægindastól sem kostar eitthvað allt annað heimkominn en verð- miðinn í búðinni gaf til kynna. Þvílík hægindi. Þess utan felur töfralausn Íslands í sér hæstu vexti álfunnar, dýrustu tryggingarnar, hæsta matarverðið, hæsta verðið á víni og bjór – og hvergi er skattbyrði meiri á almenning nema ef vera kynni í Svíþjóð. Og guð forði landsmönnum frá því að búa við örorku eða að eldast, því þá er skattheimtan enn þá ómannúðlegri. En það er væntanlega vegna þess að stjórnvöld hafa komið auga á dýpstu vas- ana í þeim hópum. Og þeir eru einmitt tæmdir, helst oftar en einu sinni, til að hlífa ríkasta parti þjóðarinnar við íþyngjandi gjöldum. Töfralausn Íslands er að vera utan Evrópu- sambandsins, þótt fyrir liggi að evrópski efna- hagssamningurinn sé langsamlega veigamesti áfangi þjóðarinnar á leið til réttarbóta og ríkari afkomu. Töfralausn Íslands er einmitt að vera utan þess sem helst og best hefur hjálpað þjóðinni á síðustu þremur áratugum. n Töfralausnin SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.