Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 26
Ég hef elskað þessar
sögur síðan ég var barn
og þó að Snabbi sé
einstaklega vel skrif-
aður karakter hef ég
alltaf verið veikust
fyrir Hemúlnum og
hans hamfaraspám.
Þessi rök
andstæð-
inga ESB-
aðildar
Íslands
halda ekki
vatni.
BJORK@FRETTABLADID.IS
Hún fékk
annað
tækifæri og
vissi sem
var að það
byðist
aðeins einu
sinni – og
hún nýtti
það.
Þessar sögur enda oftast ekki vel,“ segir
Ásdís Laxdal Jóhannesdóttir þar sem við
hittumst í Mánabergi, heimili fyrir börn
og fjölskyldur á vegum Barnaverndar.
Heimilið þekkir Ásdís vel enda hafa
börn hennar verið vistuð þar með tveggja áratuga
millibili en þær sögur fóru ekki á sama veg. Ásdís
kynntist fíkninni á fermingaraldri og var í nokkur
ár á götunni þar sem henni var meira að segja
úthýst úr húsnæði fyrir heimilislausa sprautufíkla.
Eftir að hafa verið edrú í fimm ár og eignast litla
syni missti Ásdís fótanna einn fimmtudagseftir-
miðdag þegar álagið varð henni um megn og hún
kunni ekki önnur ráð en að leita í f löskuna.
Aftur voru börnin hennar vistuð í Mánabergi
en Ásdísi var boðið að dvelja þar með þeim og
þiggja leiðbeiningar sérfræðinga í foreldrafærni og
tengslamyndun. Hún fékk annað tækifæri og vissi
sem var að það byðist aðeins einu sinni – og hún
nýtti það. n
Annað tækifæri
Evrópusambandið er ekki skilgreint
sem varnarbandalag. Engu að síður
er í Lissabon-sáttmálanum, grund-
vallarsáttmála samstarfs ESB-ríkja,
klausa sem kveður á um að öllum
ríkjum ESB beri skylda til að koma
til aðstoðar verði eitt þeirra fyrir
vopnaðri árás.
Eftir hryðjuverkaárásirnar í París
haustið 2015 var þessi klausa, 42.
grein Lissabon-sáttmálans, virkjuð.
42. greinin er sambærileg við 5.
grein NATO-sáttmálans, sem kveður
á um að árás á eitt NATO-ríki sé árás
á þau öll.
Andstæðingar ESB-aðildar Íslands
hafa reynt að eyða þeirri umræðu
að hyggilegt sé fyrir Ísland að ganga
í ESB vegna varnarhagsmuna. Rök
þeirra eru að með aðild að NATO séu
varnarhagsmunir Íslands tryggðir –
aðild að ESB bæti þar engu við.
Þessi rök andstæðinga ESB-aðildar
Íslands halda ekki vatni.
Donald Trump, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, var hársbreidd
frá því að draga Bandaríkin út úr
NATO. Ólíklegt er að Trump verði
aftur forseti, þó að það gæti gerst.
Hins vegar er mjög líklegt að einhver
skoðanabróðir hans verði kjörinn í
Hvíta húsið á næstu árum.
Einangrunarhyggja og fráhvarf frá
viðurkenndum gildum frjálsræðis og
mannréttinda sem eru hornsteinn
lýðræðis eiga mjög upp á pallborðið
í Bandaríkjunum og virðast frekar
færast í aukana en hitt.
Íslenskum stjórnvöldum ber
skylda til að tryggja varnir landsins í
bráð og lengd. Reynsla nýliðinna ára
sýnir, svo ekki verður um villst, að á
sama tíma og hættan á alvarlegum
ófriði í okkar heimsálfu hefur marg-
faldast er raunveruleg hætta á að
Óvíst hvort við getum reitt okkur á NATO og Bandaríkin
Ólafur
Arnarson
n Í vikulokin
Bandaríkin dragi sig út úr því vest-
ræna varnarsamstarfi sem staðið
hefur frá 1949.
Hver er þá staða Íslands?
Aðildarríki ESB skynja þessa
hættu. Óvarlegt er að reiða sig á
hernaðarmátt Bandaríkjanna gegn
ógn úr austri. Öll ríki sambandsins
hafa ákveðið að stórauka útgjöld til
varnarmála.
Íslenskum stjórnvöldum ber að
byggja stefnu landsins í varnar-
málum á raunverulegum aðstæðum
í heiminum en ekki fortíðarþrá og
gamalli heimsmynd. n
Suðupunkti í Bíó Paradís
Kvikmyndin Boiling Point úr smiðju
leikstjórans Philip Barantini er
sannkallað meistaraverk. Myndin
er öll unnin í einni samfelldri töku
og gerist inni á veitingastað á einu
kvöldi. Líf yfirkokksins er að liðast
í sundur á sama tíma og spennan
nær suðupunkti meðal starfsfólks
og gesta. Ekki mæta svöng á þessa
mynd!
Við mælum með
Tarot bókinni
Í glæsilegri og eigulegri öskju má
nú fá á einum stað tarotspil og bók
sem hentar bæði byrjendum og
lengra komnum. Merking spilanna
er útskýrð á einfaldan hátt auk
þess sem kenndar eru ýmsar lagnir
spilanna og hvernig lesa á úr þeim.
Tarot-lestur er bráðskemmtileg
dægradvöl og frábær samkvæmis-
leikur, ekki skemmir fyrir að askjan
er prýðilegasta stofustáss. n
Finnska kvikmyndagerðar-
konan Ira Carpelan er stödd
hér á landi vegna Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík, RIFF. Kvikmynd úr
smiðju Carpelan, Eyjan hans
Múmínpabba, er sýnd á sér-
stakri fjölskyldusýningu með
íslensku tali í Raufarhólshelli
í dag.
ninarichter@frettabladid.is
Erna Kaaber, kynningar-
f u llt r ú i hát íðar innar,
lýsir verkum Carpelan
sem ótrúlega fallegum
og vel gerðum myndum
um ævintýraheim Tove Jansson.
Þetta er önnur Múmín-myndin
frá Carpelan sem einnig leikstýrði
kvikmyndinni Vetrarævintýri í
Múmíndal frá árinu 2017 sem hlaut
ljómandi fínar viðtökur gagnrýn-
enda.
„Þær færa okkur kyrrð og íhygli
sem er svo nauðsynlegt í hröðu
umhverfi nútímans,“ segir Erna.
„Mínir strákar, þriggja og fimm ára
gamlir, elska sögurnar um Múmín-
dalinn og íbúa hans. Að sýna þeim
þær róar þá frekar en að æsa þá upp,
svo að ég er mjög líkleg til að velja
þessar sögur þegar þeir vilja sjá
barnaefni,“ segir hún glettin.
Erna segist sjálf njóta þess að
horfa á myndirnar með börnunum.
„Ég er ekki eins spennt fyrir sumu
öðru efni sem þeir hafa áhuga á. Ég
er til dæmis ekki mikill aðdáandi
Hvolpasveitarinnar,“ segir hún og
hlær.
Að sögn Ernu hafa sögurnar um
Múmínálfana fylgt henni alla tíð.
„Ég hef elskað þessar sögur síðan ég
var barn og þó að Snabbi sé einstak-
lega vel skrifaður karakter hef ég
alltaf verið veikust fyrir Hemúlnum
og hans hamfaraspám. Það er eitt-
hvað við heimspeking sem hírist
undir brú og horfist í augu við eigin
tortímingu og þar með heimsins –
sem er dásamlega dillandi,“ segir
kynningarstjórinn.
Erna bætir við að auðvitað elski
hún Míu litlu, sem hún lýsir sem
dásamlegu hörkutóli, afundinni
og úrræðagóðri sem komi alltaf
með dásamlegt tvist í söguþráðinn.
„Þetta karakteragallerí er bara allt
svo skemmtilega hugsað,“ segir
hún. „Meira að segja Fillifjonkan
er geggjuð með barnahópinn sinn
í strollu!“
Sýningin í Raufarhólshelli er
klukkan 16.30 og nánari upplýs-
ingar um miðakaup má nálgast á
heimasíðu kvikmyndahátíðarinnar,
riff.is. Sýningin er meðal árlegra
sérsýninga RIFF sem haldnar eru á
óvenjulegum stöðum og gefa áhorf-
endum tækifæri til að njóta kvik-
myndamenningar í aðstæðum sem
þykja magna áhrif myndanna sem
um ræðir.
„Á þessum dagskrárlið er lögð
áhersla á að para saman viðeigandi
kvikmyndir og umhverfi,“ segir
Erna.
Hún bætir við að sérsýningarnar
seljist hratt upp sökum takmarkaðs
sætaframboðs. Þetta árið sé sérstætt
jarðfræðilegt umhverfi Íslands nýtt
til hins ítrasta. Meðal annarra sér-
sýninga RIFF þetta árið er sýning
á heimildarmyndinni Into the Ice
eftir Lars Ostenfeld, sem fjallar um
bráðnun jökla og hamfarahlýnun.
Sýningin er þann 4. október í íshell-
inum í Langjökli. n
Múmínálfar hitta börn og
fjölskyldur í Raufarhólshelli
Stilla úr kvik-
myndinni
Ævintýri
Múmínpabba
sem sýnd er í
hellabíó í RIFF í
Raufarhólshelli
í dag klukkan
16.30.
MYND/AÐSEND
Erna Kaaber er
kynningarstjóri
RIFF í ár og
mikill Múmín-
aðdáandi.
MYND/AÐSEND
26 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR