Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 28
Flestir minna neyslu- félaga eru dánir og það var búið að afskrifa mig. Svo ég er þakklát fyrir þetta nýja upp- haf. Þroskasaga Ásdísar Laxdal Jóhannesdóttur er lituð fíkn og sorgum en einnig er hún saga stórra samfélagsbreyt- inga, þegar kemur að stuðn- ingi við afvegaleidda foreldra. Ásdís á fjögur börn sem með 20 ára millibili hafa öll verið vistuð á Mánabergi, úrræði Barnaverndar, en sögurnar eru ólíkar. Ásdís varð snemma háð hörðum fíkniefnum og fór í sína fyrstu meðferð aðeins 16 ára gömul. Hú n seg i r óg rei nt ADHD alltaf hafa staðið sér fyrir þrifum auk þess sem meðvirkni og takmarkað innsæi inn í eigið tilfinningalíf hafi orðið til þess að hún fór úr einu fíkni- og of beldis- sambandinu í annað, missti forræði yfir tveimur elstu börnum sínum og bjó á götunni í mörg ár, þar sem hún þráði ekkert heitar en að næsti skammtur yrði sá síðasti. Fyrir fimm árum varð vendipunktur í lífi Ásdísar og tilgangur lífsins varð skýr, leiðin hefur þó legið um djúpa dali, en með því að ná botninum og þiggja alla mögulega hjálp stendur hún í dag keik með litlu drengina sína – sem hún segir óhikað hafa bjargað lífi sínu. Þessar sögur enda oftast ekki vel Við hittumst á Mánabergi, heimili fyrir börn og fjölskyldur á vegum Barnaverndar. Ásdís gengur inn um dyrnar í fyrsta sinn í níu mánuði, það er búið að loka máli fjölskyld- unnar og þau komin með sitt eigið heimili. Það eru fagnaðarfundir þegar starfsfólk hittir Ásdísi, enda saga hennar sigursaga, eins og for- stöðukona Mánabergs orðar það. „Þessar sögur enda oftast ekki vel,“ segir Ásdís. „Ég hef alltaf viljað fela mig en mér finnst rosalega mik- ilvægt að vekja athygli á að þetta er hægt.“ Ásdís var komin í skaðaminnk- unarúrræði fyrir nokkrum árum síðan. „Flestir minna neyslufélaga eru dánir og það var búið að afskrifa mig. Svo ég er þakklát fyrir þetta nýja upphaf.“ Fyrsta meðferðin sextán ára Ásdís fæddist á Ísafirði og bjó þar ásamt foreldrum til níu ára aldurs. „Það voru mikil viðbrigði að flytja í bæinn, en á Ísafirði höfðum við allt- af búið í sama húsinu og lífið var í ákveðinni rútínu. Þegar við fluttum suður varð ákveðinn losaragangur og basl.“ Ásdís segir foreldra sína báða hafa barist við alkóhólisma og skilið þegar hún var 12 ára og ákveð- ið rótleysi hafi einkennt næstu ár. „Ég byrjaði að drekka þegar pabbi var að fara í meðferð. Ég var ekki nema 14 ára og á tveimur árum var ég komin í mikið rugl og var fljót að fara í harðari efni.“ Ásdís fór í sína fyrstu meðferð aðeins 16 ára gömul. „Ég var búin að mála mig út í horn og foreldrar mínir búnir að loka á mig. Það var aðferðin sem var notuð á þeim tíma, að loka á fíkilinn.“ Ásdís segir það hafa verið gríðar- legt sjokk að fjölskyldan lokaði á hana. „Í framhaldi af meðferðinni fór ég í AA samtökin og reyndi að halda mér á beinu brautinni, en það upphófst ákveðið mynstur hjá mér, sem var að eiga edrú tíma, detta svo í það og svo framvegis. Á þessum árum eignaðist ég þó tvö börn, mann og heimili. Hann var náttúrulega fíkill sem ég kynntist í AA samtökunum og ég þekkti svo sem ekkert annað.“ Ég vil bara það besta fyrir þá Styrktartónleikar fyrir Mánaberg Þriðjudaginn 4. október munu tónlistarmenn- irnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór halda tónleika í Sky Lagoon og mun allur ágóði renna til vistheimilis Barnaverndar Reykjavíkur. Góðgerðarfélagið 1881, Sky Lagoon og Tix munu standa saman að söfnun fyrir vistheimili Mánabergs og önnur vistheimili sem heyra undir Barnavernd Reykjavíkur. Tónleikarnir fara fram þann 4. október næst- komandi í Sky Lagoon og er miðaframboð tak- markað. Húsið verður opnað kl. 19.00 þar sem Dj Sóley tekur á móti gestum. Bræðurnir stíga á svið kl. 20.00 og ætla þeir að skapa ógleyman- lega upplifun. Allir aðilar gefa sína vinnu sem framlag til söfnunarinnar, en féð rennur óskert til Barna- verndar Reykjavíkur. Miðasala er hafin á tix.is Ásdís bjó í Mánabergi í fjóra mánuði ásamt ungum sonum sínum tveimur. Hún segist þakklát fyrir að hafa fengið annað tækifæri í móðurhlutverkinu og á Mánabergi hafi hún fengið verkfærin til að takast á við sjálfa sig og uppeldið. Hún segist meðvituð um sjálfsvinnuna sem hún þarf að sinna og óttast ekki annað fall. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Missti börnin frá sér Ásdís eignaðist tvö börn, stúlku og dreng, sem í dag eru 25 og 28 ára. „Ég missti þau frá mér í öllu þessu basli með að fóta mig í edrúmennskunni. Barnavernd skipti sér f ljótlega af okkur enda var ég í harðri neyslu. Ég vissi sjálf að börn áttu ekki heima í kringum þessa neyslu en átti bara svo erfitt með að vera edrú sjálf, svo ég kom þeim ítrekað í pössun og hvarf. Fljótlega vorum við því komin hingað í Mánaberg í þetta úrræði.“ Ásdís kom því fyrst í Mánaberg með börnin sín tvö fyrir hartnær 25 árum síðan. Hún var þá nýkomin úr meðferð og bjó á áfangaheimili. „Þá var þetta allt öðruvísi. Þau voru vistuð hér, áttu sitt herbergi og ég átti að koma á morgnana, fyrir leikskólann og svo aftur eftir leikskóla og vera með þeim fram að háttatíma.“ Þetta gekk illa hjá Ásdísi, hún hafði f leiri skyldum að gegna á áfangaheimilinu sem var langt í burtu og samgöngur erfiðar. „Þetta var bara dauðadæmt fyrir mig á þeim stað sem ég var þá stödd, ung og ógreind,“ segir Ásdís, sem í dag hefur fengið ADHD-greiningu. „Barnsfaðir minn sótti mikið í mig. Hann var í bullandi neyslu og á end- anum féll ég og þá voru börnin mín sett í fóstur.“ Klúðraði sénsinum Ásdís náði sér aftur á strik þegar dóttirin var 10 ára og sonurinn 7 ára. „Ég fór þá aftur vestur og náði fínum árangri, fór í AA, tók sporin og varð fyrir andlegri vakningu. Eftir eitt ár edrú fékk ég börnin til mín aftur og hafði þau hjá mér í tvö ár og var virk í AA samtökunum. En eftir þrjú ár edrú féll ég aftur.“ Ásdís segist hafa ætlað sér of mikið, í dag viti hún að ADHD hafi þar haft mikil áhrif. „Ég hélt ég gæti gert allt eins og þeir sem eru „norm- al,““ segir hún. „Ég skráði mig í fimm fög við Menntaskólann á Ísafirði og var í fullri vinnu með tvö börn. Þetta varð of mikið. Þegar ég byrjaði að tala um líðan mín var það of seint. Boltinn var farinn að rúlla og ég náði ekki að stoppa hann og datt í það. Ári síðar voru þau farin frá mér endanlega. Ég fékk séns sem ég klúðraði.“ Yngra barnið fór vestur í fóstur og faðir eldra barnsins fékk forræði yfir því. „Þá fannst mér barátta mín við neysluna vera töpuð. Mér fannst ég búin að reyna allt og þótt læknir hefði bent á að líklega væri ég með ADHD þá er enginn að fara að flýta sér að því að greina svona fíkil. Mér fannst ég hafa klúðrað öllu þegar ég missti þau.“ Sjálfsmyndin hrunin Ásdís hafði flutt til Keflavíkur með börnin, hún kynntist þar manni og vildi f lýja Ísafjörð eftir fallið, skömmin var of mikil. Þegar sam- bandinu við manninn lauk endaði Ásdís hreinlega á götunni. „Sjálfsmynd mín var hrunin, ég var búin að klúðra öllu og átti ekk- ert skilið að vera með börnin mín,“ segir Ásdís, en gatan varð heimili hennar næstu árin. Ásdís gerði nokkrar tilraunir til að verða edrú. „Yngri bróðir minn tók yngra barnið í fóstur og ég hafði þó  28 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.