Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 78
Orðspor og reynsla eru lykilþættir í velgengni fyrirtækisins í gegnum árin. Torfi Markússon Intellecta er sjálfstætt þekk- ingarfyrirtæki sem var stofnað árið 2000. Fyrirtæk- ið starfar á þremur sviðum, við ráðgjöf, ráðningar og rannsóknir. „Í dag starfa sextán reynslu­ miklir ráðgjafar hjá Intellecta og eru kynjahlutföllin nánast jöfn. Ráðgjafar okkar veita fjölbreytta ráðgjöf, svo sem á sviði ráðninga, rekstrarráðgjafar, upplýsinga­ tækniráðgjafar og kjararáðgjafar,“ upplýsir Thelma Kristín Kvaran, meðeigandi hjá Intellecta og sér­ fræðingur í ráðningum. Thelma hefur starfað hjá Intell­ ecta í tæp fimm ár og upplifað fjöl­ breytta tíma hjá fyrirtækinu. „Þegar ég hóf störf hjá Intellecta störfuðu tíu ráðgjafar hjá fyrirtæk­ inu og þar af var ráðningadeildin með fjögur stöðugildi. Undanfarin ár hefur vöxturinn verið mikill og verðum við brátt sjö í ráðninga­ teyminu,“ bætir hún við. Víðtæk og fjölbreytt reynsla Torfi Markússon er meðeigandi Intellecta og sérfræðingur í ráðningum. „Orðspor og reynsla eru lykil­ þættir í velgengni fyrirtækisins í gegnum árin. Intellecta er ein af stærstu ráðningastofum landsins, sem helgast af því hversu öflugir ráðgjafar starfa fyrir fyrirtækið á því sviði sem hafa metnað fyrir að veita framúrskarandi þjónustu. Við höfum ráðið til okkar ráðgjafa með víðtæka reynslu úr atvinnu­ lífinu, ásamt menntun og sér­ þekkingu á fjölbreyttum sviðum, sem hefur styrkt ráðningateymið okkar svo um munar,“ greinir Torfi frá. Aðspurð segjast þau Thelma og Torfi sinna ráðningum stjórnenda og sérfræðinga á flestum sviðum atvinnulífsins, fyrir fyrirtæki á einkamarkaði, opinberar stofnanir og sveitarfélög. „Verkefnin hafa verið fjölbreytt og krefjandi og því hefur safnast hjá okkur mikil reynsla sem nýtist viðskiptavinum okkar í ráðning­ um og öðrum þáttum sem tengjast mannauði fyrirtækja. Engir tveir einstaklingar eru eins og því leggjum við mikla áherslu á að finna einstakling sem bæði veldur starfinu og fellur að áherslum og menningu fyrirtækisins,“ segir Torfi. Gott orðspor og reynsla Thelma bætir við að Intellecta hafi skapað sér gott orðspor þegar kemur að opinberum ráðningum. „Ráðgjafar okkar hafa unnið að fjölmörgum ráðningum stjórn­ enda og sérfræðinga og hefur skap­ ast mikil sérþekking á því sviði innan deildarinnar. Við höfum meðal annars mikla reynslu af því að takast á við ráðningar sem hafa komið í kjölfar erfiðra skipu­ lagsbreytinga hjá hinu opinbera. Slík mál eru oft flókin, til dæmis vegna umsókna frá starfsfólki viðkomandi stofnunar og öðrum hæfum einstaklingum. Þá getur styrkt ferlið að hafa hlutlausan aðila með, eins og Intellecta, sem hefur umfangsmikla reynslu og þekkingu á lögum og reglum sem þarf að fylgja. Það að fá okkur til ráðgjafar gefur ferlinu aukinn trúverðug­ leika sem stuðlar að bættri upplif­ un viðskiptavina og umsækjenda. Það er mikilvægt að umsækjendur finni að verið sé að vinna faglega Breytt landslag kallar á nýjar áherslur í ráðningum Starfsfólk Intellecta, frá vinstri: Hafdís Ósk Pétursdóttir, Sigríður Svava Sandholt, Helga Birna Jónsdóttir, Thelma Kristín Kvaran, Henrietta Þóra Magnúsdóttir og Torfi Markússon. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR og að lögum og reglum sé fylgt,“ segir Thelma. Hún segist hafa tekið eftir mikilli breytingu hjá hinu opin­ bera, þar sem fjöldi stjórnenda af einkamarkaði hafi sóst þar eftir stöðum og fengið. „Það hefur verið gaman að vinna með þessum stjórnendum að þeirra fyrstu opinberu ráðningum og kenna þeim ferlið frá A­Ö. Það er svo margt sem kemur þeim á óvart og margt sem ber að hafa í huga. Það er einmitt það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Það er okkar upplifun að stjórnendur hjá hinu opinbera hafi metnað fyrir því að vanda til verka og þess vegna erum við kölluð að borðinu,“ bætir hún við. Tengslanet ráðgjafa mikilvægt Thelma segir sína reynslu vera þá að mannauðsdeildir séu í auknum mæli að beina kröftum sínum inn á við, halda utan um vinnustaða­ menninguna og gæta að því að næra sitt fólk. „Oft er því betra að fá aðra til að vera úti á mörkinni varðandi öflun umsækjenda og láta ráðninga­ stofu vinna þessa tengslavinnu. Þar komum við sterk inn. Æðstu stjórnendur fyrirtækja nýta sér mikið beina leit (e. head­hunting) þegar leitað er að lykilfólki. Að auki er Intellecta í góðum sam­ skiptum við fjölmarga einstakl­ inga sem þó eru ekki endilega í eiginlegri atvinnuleit. Tengslanet ráðgjafa er mikilvægt þegar kemur að öflun umsækjenda í stjórnenda­ stöður,“ upplýsir Thelma. Torfi nefnir að áhugavert hafi verið að fylgjast með þeim miklu breytingum sem hafi átt sér stað á síðustu tveimur árum. „Atvinnumarkaðurinn hefur tekið stakkaskiptum frá því í upp­ hafi faraldursins, en þá var mikið atvinnuleysi og oft mikill fjöldi umsókna um hvert starf. Í dag er meiri umsækjendamarkaður þar sem umframeftirspurn er eftir reynslumiklu fólki, til dæmis í sér­ fræði­ og stjórnendastörf. Stjórn­ endur hafa þurft að auka hraðann í ferlinu sjálfu til að eiga ekki á hættu að missa af góðum umsækj­ endum, sem eru jafnvel í öðrum ráðningaferlum samtímis,“ segir Torfi og heldur áfram: „Undanfarinn áratug höfum við mikið verið að vinna í leitar­ verkefnum í tæknistörf, en þá eru þau ekki auglýst, heldur leitum við að hæfum einstaklingum í tiltekið starf. Þessi leið er oft farin þegar erfitt hefur reynst að manna störf með auglýsingu, til dæmis ef um mikla sérhæfingu er að ræða eða skort á ákveðinni þekkingu. Þá hefur einnig verið töluverð aukning í leitarverkefnum í öðrum starfsgreinum sem tengist ein­ mitt þessari umframeftirspurn á atvinnumarkaði,“ segir Torfi. Stytta sér aldrei leið Mikil aukning hefur verið í ráðn­ ingum á sviði upplýsingatækni, sem rekja má meðal annars til stafrænnar þróunar, auk þess sem ný tæknifyrirtæki hafa sprottið upp undanfarin ár og mörg hver náð góðum árangri, sem veldur aukinni mannaflaþörf. „Í dag erum við tvö sem sér­ hæfum okkur að mestu í upp­ lýsingatækniráðningunum, þó hinir ráðgjafarnir taki einnig tilfallandi verkefni á því sviði. Ég starfaði sem mannauðsstjóri hjá upplýsingatæknifyrirtæki í tíu 18 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.