Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 81
Það er mjög einfalt
að skrá viðveru að
heiman og hægt að
merkja sérstaklega að sé
unnið utan vinnustaðar.
Þórunn Sigfúsdóttir
Margt hefur breyst á skömm-
um tíma í rekstrarumhverfi
fyrirtækja á Íslandi og víðar.
Starfsfólk vinnur nú jöfnum
höndum á vinnustað og í
fjarvinnu. Mikilvægt er fyrir
stjórnendur fyrirtækja og
mannauðsdeilda að halda vel
utan um hlutina.
Tímon-hópurinn hjá Trackwell
er samsettur af fólki með mikla
og fjölbreytta reynslu. Á vefsíðu
Tímons segir að fólkið í hópnum
þekki aðstæður íslenskra fyrir-
tækja, hafi umhyggju fyrir við-
skiptavinum sínum og leggi sig
ávallt fram um að leysa úr þeim
áskorunum sem upp koma.
Sjálft kerfið, Tímon, veitir alls-
herjar utanumhald um verkefni og
starfsfólk fyrirtækja og stofnana.
Þórunn Sigfúsdóttir, yfirmaður
Mannauðslausna hjá Trackwell,
svaraði nokkrum spurningum um
tímaskráningarkerfið Tímon, en
Tímon heldur meðal annars utan
um tíma-, verk- og vaktaskráningu
mannauðs.
Er stimpilklukka tímaskekkja?
Nei, alls ekki, við lítum svo á að
tímaskráningarkerfi sé mælitæki
fyrir stjórnendur og mannauðs-
stjóra sem bera ábyrgð á líðan
starfsfólks í starfi og ekki má
heldur gleyma ávinningi starfs-
fólks af því að fylgjast með eigin
vinnuframlagi og réttindum.
Tilgangur viðverukerfis getur
verið svo miklu víðtækari en að
mæla tímafjölda og reikna dag-
vinnu og yfirvinnu. Viðverukerfi
getur svarað spurningum eins og
hvað fer raunverulega mikil vinna
í ákveðið starf? Er einhver alltaf
að vinna umfram vinnuskyldu og
þarf mögulega að ráða fleiri? Eru
veikindi óeðlilega mikil og þarf
að grípa inn í áður en álag leiðir til
kulnunar?
Treystum við ekki starfsfólki?
Jú, að sjálfsögðu treysta flestallir
stjórnendur starfsfólki sínu, það er
algengur misskilningur að tíma-
skráningarkerfi snúist um van-
traust. Sjálft kerfið, Tímon, veitir
allsherjar utanumhald um verk-
efni og starfsfólk hjá fyrirtækjum
og stofnunum af öllum stærðum
og gerðum. Þetta snýst frekar um
að hafa gögn á reiðum höndum
til að greina vinnuframlag, flagga
og grípa inn í óeðlilegt álag og fá
yfirsýn yfir fjarvistir.
Mælum við árangur í verki eða
viðveru?
Skráning á verk er oft betri
mælikvarði á árangur. Við hjá
Trackwell skráum til dæmis alla
okkar vinnu í verkskráningarkerfi
Tímon en notum síðan við-
veruupplýsingar í allt hitt, það er
vísun þjónustufyrirspurna, skipu-
lagningu orlofs og utanumhald
réttinda starfsfólks.
Er lausn í boði fyrir aðila sem
vilja aðeins skrá fjarveru?
Já, Tímon býður upp á fjarveru-
skráningu fyrir fyrirtæki sem telja
ekki þörf á að starfsfólk stimpli
sig inn heldur skrái eingöngu fjar-
veru. Það verður sífellt algengara
að fyrirtæki með fastlaunafyrir-
komulag skrái eingöngu orlof,
veikindi og réttindi. Í Tímon er
líka hægt að hafa blandað fyrir-
komulag, fjarveruskráningu hjá
hluta starfsfólks og viðveruskrán-
ingu hjá öðrum hluta.
Nú er heimavinna orðin algeng-
ari. Hvernig styðjið þið við það?
Það er mjög einfalt að skrá við-
veru að heiman og hægt að merkja
sérstaklega að sé unnið utan
vinnustaðar. Sem dæmi er hægt
að nota appið okkar til að skrá sig í
vinnu en eins er hægt að hafa smá-
forrit í tölvunni sem minnir þig á
að skrá þig inn þegar þú kveikir á
tölvunni. Þannig skiptir ekki máli
Er stimpilklukka
tímaskekkja?
Þórunn Sigfús-
dóttir, yfir-
maður mann-
auðslausna
hjá Trackwell,
segir fyrirtæki
í auknum mæli
setja fjarvinnu-
stefnu þar sem
starfsfólk er
hvatt til að
vinna heima að
hluta.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Tímon er aðgengilegt með appi í gegnum snjallsíma.
Hægt er að nýta
verkskráningar
til að útbúa
reikninga.
Í Tímon er
mælaborð með
upplýsingum
fyrir hvern not-
anda og góða
yfirsýn fyrir
stjórnendur.
hvar þú ert, þú getur alltaf skráð
vinnutímann þinn.
Fyrirtæki eru í auknum mæli
að setja fjarvinnustefnu þar sem
starfsfólk er hvatt til að vinna
heima einhverja daga í mánuði.
Þannig nýtist Tímon í fjarvinnu-
stefnunni til að upplýsa auðveld-
lega hver er hvar.
Að lokum, eru einhverjar nýjung-
ar í vændum í Tímon?
Tímon er í stöðugri nýþróun
og erum við að leggja lokahönd á
endurnýjun kerfis, þar sem áhersla
er lögð á meiri sjálfsafgreiðslu
starfsfólks. Þessa dagana erum
við að kynna nýja vídd í mæla-
borðinu okkar sem gerir kleift
að bera saman þróun veikinda á
ykkar vinnustað við önnur íslensk
fyrirtæki, og sjá þannig hvernig
ykkar viðmið eru í samanburði við
meðaltal annarra íslenskra fyrir-
tækja.
Við verðum síðan með bás á
Mannauðsdeginum í Hörpu og
hvetjum fólk til að koma og kíkja á
okkur. n
Tímon, Laugavegi 178,
105 Reykjavík
kynningarblað 21LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður