Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 87

Fréttablaðið - 01.10.2022, Síða 87
Hlutverk Póstsins er að tengja saman fólk, fyrirtæki og samfélög. Rómantískar bréfasendingar heyra orðið til undantekninga en við hafa tekið ný og spennandi verkefni, unnin af 650 starfs- mönnum í góðum liðsanda. Í raun má segja að Pósturinn snerti hvert einasta heimili í landinu með einum eða öðrum hætti. Miklar breytingar hafa orðið í rekstri félagsins þar sem samdráttur bréfa í umferð, um 74 prósent frá árinu 2010, hefur kallað á nýja nálgun. Í dag starfa um 650 starfsmenn hjá Póstinum í 533 stöðugildum, en svo eykst fjöldinn á hverju ári fyrir jólavertíðina sem er handan hornsins. „Þó að gluggaumslögin hafi eflaust ekki heillað marga í gegnum tíðina, þá voru það ástar- bréfin hér áður fyrr sem létu mann bíða við póstkassann með til- hlökkun. Nú eru breyttir tímar og ástarbréfin að mestu orðin rafræn. Fækkun bréfa hefur þannig kallað á miklar breytingar hjá Póstinum úr því að vera bréfafyrirtæki yfir í að vera pakkafyrirtæki,“ segir Dag- mar Viðarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum. „Við þekkjum þetta allt saman; viðskiptavinir hafa fært viðskipti sín yfir á netið í stað þess að fara í búðina. Tæknin gerir viðskipta- vinum okkar kleift að nálgast vöruna á þann hátt sem kosið er, það er í póstbox, á pósthús, með heimkeyrslu eða í pakkaport hjá samstarfsaðilum Póstsins. Þjón- ustukannanir sýna að viðskipta- vinir vilja hafa val um sendingar- leiðir en einnig að mesta ánægjan er meðal þeirra sem nýta sér póstbox og aðrar sjálfsafgreiðslu- lausnir Póstsins. Af þessu leiðir að pósthúsum hefur verið að fækka og póstboxum hefur fjölgað til muna um land allt, enda hægt að nýta póstboxin bæði við að sækja og senda pakka,“ upplýsir Dagmar. Breyting í umhverfinu kallar á breytingu hjá starfsfólki Samsetning starfsfólks Póstsins hefur einnig breyst frá því sem áður var. „Fleiri störf en áður tengjast tækninni á einn eða annan hátt. Bréfberum sem ganga í hús fer einnig fækkandi en í stað þeirra má sjá hjólapósta sendast með minni pakka og bílstjóra koma pökkum til skila í Póstbox. Snert- ing við viðskiptavini er því með öðrum hætti en áður sem kallar á annars konar hæfni, færni og við- horf starfsfólksins. Póstboxin kalla á tæknifólk til starfa, viðskiptin á netinu kalla á öflugt fólk í hugbún- aðargerð og svo framvegis,“ greinir Dagmar frá og heldur áfram: „Við hjá Póstinum vinnum eftir þeirri hugmyndafræði að við ein getum borið ábyrgð á okkur sjálfum og störfum okkar. Því er leiðarljós okkar lausnamiðuð þjónustuhugsun alla leið, bæði við ytri og innri viðskiptavini Póstsins. Til að efla starfsfólk til dáða erum við með öfluga fræðslu, bæði í gegnum fræðsluvefinn okkar en erum einnig að hefjast aftur handa eftir faraldurinn við staðbundna stjórnenda- og þjón- ustuþjálfun. Við trúum því að með því að valdefla leiðtoga okkar verði þau ánægðari í starfi og hvatinn til að skapa jákvætt viðmót aukist til muna. Nú erum við að fara af stað með námsefni sem heitir „Leiðtoginn í mér“. Um er að ræða spennandi efni sem er byggt upp á því að hver og einn tekur ábyrgð á sjálfum sér, setur sér markmið og vinnur að því að ná samlegð með því að virkja allt starfsfólk til sigurs með viðskiptavininn í öndvegi.“ Töluleg gögn til árangurs Hjá Póstinum er jafnframt mikið lagt upp úr því að nýta töluleg gögn til að bæta árangur í starf- seminni og setja ný markmið. „Þannig náðum við til að mynda rekstrarlegum ábata með því að breyta samsetningu starfsfólks og fjölga í hópi tímavinnustarfsfólks í ákveðin störf til að mæta sveiflum í rekstrinum,“ útskýrir Dagmar. „Töluleg gögn hafa einnig verið nýtt til að ná fram markmiðum í vinnuverndar- og öryggismálum. Öryggisstefnan okkar, og aðgerða- áætlun sem henni fylgir, tryggir enn betur að starfsfólk okkar komi heilt heim í lok vinnudags. Einn liður í aðgerðaáætluninni snýr að líkamsbeitingu starfsfólks okkar. Við útbjuggum frábær myndbönd í samvinnu við sjúkraþjálfara og með styrk Póstmannafélagsins. Markmiðið er að draga úr álags- meiðslum og stoðkerfisvanda- málum.“ Sjálfbærnimál okkur hugleikin „Á liðnu ári hlutum við viðurkenn- ingu Jafnvægisvogarinnar enda hefur fyrirtækið verið í farar- broddi þegar kemur að sjálfbærni í stjórnun. Kynjaskiptingin okkar er mjög jöfn, bæði í hópi stjórnenda og í fyrirtækinu almennt, eða 45% karlar á móti 55% kvenna í hópi stjórnenda. Einnig er gaman að nefna að Pósturinn státar af því að vera með þeim fyrstu á landinu sem hlutu jafnlaunavottun árið 2018,“ upplýsir Dagmar. „Þetta eru spennandi tímar hjá Póstinum sem er í miklum breyt- ingafasa og um leið er mikil mótun að eiga sér stað í mannauðsmál- unum sem er sannarlega gaman að fá að vera partur af.“ n Meira um Póstinn á posturinn.is Dagmar Viðarsdóttir er forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum. MYNDIR/AÐSENDAR Bréfberum sem ganga í hús fer fækkandi hjá Póstinum en í stað þeirra má sjá hjólapósta á rafhjólum. Fleiri störf en áður tengjast tækni á einn eða annan hátt hjá Póstinum. Í fyrra hlaut fyrirtækið viðurkenningu Jafn- vægisvogarinnar, enda verið í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærni í stjórnun og kynjaskiptingin er mjög jöfn. Við byggjum á traustum grunni  kynningarblað 27LAUGARDAGUR 1. október 2022 Mannauður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.