Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 90
Moodup gerir vinnustöðum
kleift að auka starfsánægju
með einföldum púlsmæling-
um. Starfsánægja er órjúfan-
legur hluti af góðum rekstri
og því skipta reglulegar
mælingar miklu máli.
Moodup er ungt og ört vaxandi
tæknifyrirtæki en lausnir þess
gera vinnustöðum kleift að auka
starfsánægju með einföldum
púlsmælingum. Í dag nota um 60
vinnustaðir Moodup með það að
markmiði að auka starfsánægju
starfsfólks. Um 17.000 starfsmenn
fá sendar reglulegar kannanir í
gegnum SMS eða tölvupóst sem
það svarar í símanum undir nafn-
leynd. Stjórnendur fá síðan aðgang
að mælaborði Moodup þar sem
þeir sjá niðurstöður í rauntíma
og geta brugðist við endurgjöf frá
starfsfólki.
Hugmyndin að Moodup
kviknaði í stefnumótunarverkefni
fyrir íslenskt fyrirtæki, segir Björn
Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og
framkvæmdastjóri. „Niðurstaðan
þar var að setja starfsánægju í for-
gang, því hún hefur mikil áhrif á
rekstrarafkomu. Við leituðum að
góðum lausnum til að hjálpa okkur
en fundum enga sem hentaði.“
Hann segir erlendar lausnir
ríma illa við íslenska vinnustaða-
menningu og innlendar lausnir
einblíndu á langar vinnustaða-
greiningar, í stað styttri púls-
mælinga, sem eru betra tól til að
mæla áhrif breytinga og bæta
þannig starfsumhverfið jafnt og
þétt. „Úr varð að stofna Moodup og
hanna góða púlsmælingalausn frá
grunni. Þetta fyrirtæki varð síðan
fyrsti viðskiptavinurinn. Síðan þá
hefur viðskiptavinum fjölgað hratt
og í dag nota 60 íslenskir vinnu-
staðir Moodup til að mæla og auka
starfsánægju. Það eru því greini-
lega margir vinnustaðir í sömu
sporum.“
Notað hjá ólíkum vinnustöðum
Mjög ólíkar gerðir vinnustaða nota
púlsmælingar Moodup í dag, að
sögn Davíðs Tómasar Tómassonar,
viðskiptastjóra Moodup. „Þetta
spannar allt frá stórum fyrir-
tækjasamstæðum til fámennra
stofnana og skóla. Fyrirtækin
koma úr öllum geirum atvinnulífs-
ins, til dæmis úr sérfræðiþjónustu
þar sem flestir starfsmenn eru
háskólamenntaðir, en einnig úr
framlínustarfsemi þar sem meiri-
hluti starfsfólks er ófaglærður og
starfsmannavelta er há.“
Hann segir púlsmælingar gefa
starfsfólki öruggt umhverfi til að
tjá sig opinskátt og finna um leið
að á það sé hlustað. „Stjórnendur
sjá jafnframt hvar styrkleikar
og veikleikar liggja og geta gert
Púlsmælingar sem
auka starfsánægju
Moodup hélt nýverið fræðslufund um leiðir til að auka starfsánægju á Íslandi.
Davíð Tómas Tómasson viðskiptastjóri, til vinstri, og Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Moodup. MYND/AÐSEND
Ánægt starfsfólk
afkastar meiru, er
hugmyndaríkara í
vinnunni, forfallast
sjaldnar, segir síður upp
störfum og mælir frekar
með vinnustaðnum, sem
skilar hæfari umsækj-
endum í framtíðinni.
Björn Brynjúlfur Björnsson
30 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður