Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 118
Það má segja að bókin fjalli um samband okkar við fortíðina sem í endurliti inn- siglar ákveðna drauma sem nútíminn á ekki möguleika á að láta rætast Brynhildur Björns- dóttir Myndlist Rólegur Snati Ég er 500 manns Magnús Helgason Listamenn Gallerí Aðalsteinn Ingólfsson Ef mér hefði einhvern tímann verið sagt að við vissar aðstæður gæti fer- köntuð og marflöt strangflatalistin verið tilfyndið, jafnvel kómískt, fyrirbæri, þá hefði ég vísast hváð. Að vísu var Mondrian, einn af upp- hafsmönnum þessarar listar, ekki gersneyddur kímnigáfu, en reglu- verkið sem myndlist hans er reist á leyfði engin frávik. Myndverkið átti að vera huglægt og tvívítt fyrirbæri, aðeins þrír frumlitir voru leyfðir, gulur, blár og rauður (plús grátt og svart, sem ekki töldust til lita) og allar línur skyldu vera ýmist lóð- réttar eða láréttar. Hér var komið eins konar Esperantó myndlistar- innar, myndmál sem allir áttu að geta skilið, hvar sem þeir væru í sveit settir. Sálufélagi Mondrians, Van Does- burg gerði honum þann grikk að innleiða f leiri liti, skálínur og líf- ræna formgerð, sem varð til þess að hann var settur út af sakramentinu. Van Doesburg átti samt síðasta orðið, strangf latalistin færðist æ meira í frjálsræðisátt eftir því sem tímar liðu. Geómetrísku málararnir íslensku eru síðan skilgetnir afkom- endur hans fremur en Mondrians. En þeir voru ekki brandarakarlar fremur en þeir Mondrian og van Doesburg, strangf latalistin var þeim dauðans alvara. Leikgleði og léttúð Tilefni þessa formála er sýning Magnúsar Helgasonar hjá Lista- mönnum, þar sem ýmsar grunn- stoði r st r a ng f lat a l i st a r er u sannarlega fyrir hendi, marf latir grunnlitir, láréttar og lóðréttar útlínur, innbyrðis samræmi. Hins vegar nálgast Magnús hugmynda- og formfræði þessarar listar af öllu meiri leikgleði og léttúð en for- verarnir, enda kominn alllangt frá þeim í tíma. Í fyrsta lagi erum við ekki lengur að tala um hrein og klár málverk, heldur óregluleg samsett verk, combines, úr margs konar afgangs- timbri, krossvið með alls konar mynstri, spónaplötum, borðplöt- um og parketi, jafnvel pappa, sem mynda undirstöður verkanna. Lit- róf Magnúsar spannar síðan allan skalann frá klassískum blátónum upp í nærbuxnableikt og appelsínu- gult, og eru litirnir ýmist málaðir, „fundnir“ eða koma fyrir á mislitum pappírseiningum sem dreift er um alla fleti. Helsta einkenni á þessum sam- settu verkum er samt notkun lista- mannsins á rúðugleri, sem eykur á fjölbreytni – og margræðni – bygg- ingarstílsins. Glerið er enn ein viðbót við áferðarflóruna í hverju verki, auk þess sem litir eru ekki samir þegar þeir eru komnir undir gler. En gler er í senn fráhrindandi, kemur í veg fyrir bein tengsl áhorf- andans við það sem fyrirfinnst á f letinum, um leið og það speglar áhorfandann og gerir hann þar með að þátttakanda í þeim „listhlut“ sem verkið er. Hvítt sem hvítt … Óvissuþættir og tvíræðni af þessu tagi eru ær og kýr Magnúsar og auka óneitanlega á skemmtana- gildi verka hans. Til dæmis virðist honum fyrirmunað að hantéra hvítt sem hreinan lit, hann er ekki fyrr komin með hvítan flöt en hann hefst handa við að krota á hann, sletta á hann afgangslitum eða líma ofan á hann. Þetta ferli, komplett með efasemdum og útstrikunum, ratar svo beint inn í endanlega sam- sett verk. Það er engu líkara en listamaður- inn vilji ekki láta hanka sig á alvöru á borð við þá sem einkennir strang- flatalistina gömlu, því hann er ekki fyrr kominn niður á „lausn“ en hann umturnar þeirri niðurstöðu í næsta verki. Skondið er líka það uppátæki hans á þessari sýningu að framlengja nokkur verk yfir á veggi sýningarsalarins, eins og þau séu hluti af ferli sem stöðugt þarfnast endurskoðunar. Maður veltir fyrir sér hvort hugmyndafræði þessara verka Magnúsar sé í grunninn þvert á það sem við skynjum í verkum þeirra Mondrians & co. Markmið Mondrians var að skapa hrein, fögur og tær form úr engu, spegil- myndir þeirrar fullkomnunar sem hann taldi mannkyn þarfnast á óvissutímum. Skyldi ekki mark- mið Magnúsar vera að gera það sama, að viðbættum húmor, úr öllum úrganginum sem er að vaxa mannkyni yfir höfuð? Að minnsta kosti nefnir hann leit sína að „jafn- vægi, spennu og fegurð“ á einum stað í sýningarskrá. Um leið skýrir hann fyrir okkur af hverju sýningin heitir Rólegur Snati. n niðurstaða: Vettvangur form- fastrar leikgleði. Afgangarnir af veröldinni Bækur Vængjalaus Höfundur: Árni Árnason Fjöldi síðna: 212 Útgefandi: Bjartur Brynhildur Björnsdóttir Vængjalaus er fyrsta skáldsaga Árna Árnasonar fyrir fullorðna, en áður hafa komið út eftir hann tvær barnabækur, Friðbergur forseti og Háspenna, lífshætta á Spáni. Sagan segir frá Baldri sem við kynnumst á tveimur æviskeiðum, annars vegar sumarið sem hann er tuttugu og tveggja ára að móta hug- myndir sínar um lífið og ástina og hins vegar tuttugu árum síðar þegar í ljós kemur hvernig atvik þess sum- ars hafa mótað líf hans og færni til að eiga í tilfinningalegum tengslum. Sögusviðið er Akureyri og Fen- eyjar með viðkomu á f lugvöllum, þar sem Baldur segir Elsu, kunn- ingjakonu sinni, söguna af sumrinu örlagaríka. Höfundurinn er sjálfur frá Akureyri og þeir kaf lar sem gerast þar eru langmest lifandi og grípandi, svo að lesandinn finnur næstum því fyrir norðlenskum andvara á andlitinu og lyktina af sveittri, dansandi mannmergð á Sjallaballi. Kaflarnir í Feneyjum eru minna spennandi og f lugvellirnir eru næstum eins og dyngja soldáns- ins í 1001 nótt, nauðsynlegir, en lítt áhugaverðir millikaflar til að halda frásögninni spennandi. Það er einna helst að þeir nýtist til að fá mynd af Elsu og hjónabandi hennar. Á vit fortíðar Bókin fjallar að stærstum hluta um ástarsambönd Baldurs, hvernig hann tengist konunum í lífi sínu, hvernig hann kaupir markaðssettu hugmyndina um rómantíska ást með því að byggja alla sína drauma um ástina á sólarhrings ævintýri sem á sér enga framtíð nema í bíó- myndum. Eina konan í bókinni sem fær ein- hvers konar þrívídd er konan úr því ævintýri, hinar eru frekar lítið spennandi, kannski helst títtnefnd Elsa, sem þó verður ósköp litlaus í samanburði. Gaman er að geta þess að þó ball- ið í sögunni sé með SSSól eru alla- vega tvær tilvitnanir í Sálina hans Jóns míns, annars vegar er sjálfur titill bókarinnar, Vængjalaus, sótt- ur í lag með Sálinni og svo heitir draumakonan dularfulla Auður, sem er undarleg, eins og allir vita. Titill Vængjalaus vísar til þess að söguhetjan Baldur er í raun í frjálsu falli eftir að hann hittir hana þar til hann að lokum flýgur á vit fortíðar til að reyna að ná tökum á lífi sínu. Nostalgísk ástarsaga Á yfirborðinu er Vængjalaus eins konar nostalgísk ástarsaga, en hana má líka lesa sem sögu um mann sem hefur aldrei náð sér eftir að eldri kona kom inn í líf hans og svipti hann ákveðnu sakleysi, reynsla sem hún síðan notar til að móta sitt líf og sína list á meðan hann á ekki möguleika á að eiga í eðli- legum samskipt- um upp frá því. Ef skipt yrði um kyn á aðalpersónunum yrði niðurstaðan mögulega ekki sú að um ástarsögu væri að ræða. Það má segja að bókin fjalli um sam- band okkar við for- tíðina sem í endurliti innsiglar ák veðna drauma sem nútím- inn á ekki möguleika á að láta rætast og stenst engan samanburð við. Þannig verður ferða- lag Baldurs til fortíðar líka ferð til uppgjörs, hversu mikið fortíðin á rétt á að stjórna nútíðinni og hvernig er best að taka líf sitt til baka. n niðurstaða: Vængjalaus er ljúf og auðmelt ástarsaga á yfirborð- inu sem undir yfirborðinu snertir þó við stærri spurningum um ást, þráhyggju, eigingirni og endur- heimt. Í frjálsu falli Listamaðurinn Magnús Helga- son sýnir verk sín í Listamenn Gallerí undir yfirskriftinni Rólegur Snati Ég er 500 manns. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Skipulagsauglýsing Aðalskipulag Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 Norður Botn Breytingin varðar landnotkun svæða í landi Norður-Botns þ.e. iðnaðarsvæði I3 og I11, efnistökusvæði E3 og E6 ásamt þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegur. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka framleiðslugetu fiskeldisstöðvarinnar í Norður-Botni og skýra hvar framleiðsla skuli staðsett. Samhliða breytingu aðalskipulagsins er unnin tillaga að breytingu deiliskipulags seiðaeldisstöðvar í landi Norður-Botns. Breyting á deiliskipulag fyrir Norðurbotn Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Norður Botn. Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs út fyrir stórstraumsfjöru. Byggingarmagn á byggingarreit I, Norður-Botn fer úr 8.000 m² í 40.000 m², hámarks ársframleiðsla fer úr 200 tonnum í 2200 tonn. Byggingar magn á byggingarreit II, Keldeyri fer úr 8.000 m² í 5.000 m², ársframleiðsla er óbreytt 200 tonn. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 3. október til 14. nóvember 2022. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 14. nóvember 2022. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði. Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps Óskar Örn Gunnarsson 54 Menning 1. október 2022 LAUGARDAGURFréttAblAðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.