Bændablaðið - 22.09.2022, Síða 14

Bændablaðið - 22.09.2022, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 María Dís Ólafsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir vinna saman að skemmtilegu nýsköpunar- verkefni sem kallast Snoðbreiðan. Verkefnið var fyrst þróað í tengslum við Ullarþon vorið 2021 og vann það í þeim flokki sem það var tilnefnt í. Fyrir skömmu hlutu þær þær stöllur þriggja milljóna króna styrk út Matvælasjóði fyrir verkefnið, sem kallast Ræktunarlausnir með snoði. Ræktunarrenningar úr snoði María segir að hugmyndin með snoðinu sé meðal annars að útbúa ræktunarrenninga fyrir garðyrkjubændur sem eru með útiræktað grænmeti. „Við þekkjum öll að íslensk veðurfar er erfitt. Vorhret geta verið slæm fyrir ræktun og erfitt er fyrir bændur að spá fyrir um hvenær óhætt sé að sá úti. Sumrin eru eins misjöfn og þau eru mörg og svo kemur haustið stundum óþarflega snemma. Því er óhætt að segja að grænmetisræktun utandyra á Íslandi getur verið eins og að spila í lottóinu. Með því að bjóða upp á ræktunarrenninga væri hægt að gefa greininni hjálparhönd og vonandi smá stöðugleika,“ segir María. Atvinnuskapandi verkefni Ræktunarrenningarnir eru búnir til úr snoði, en það er ull sem ekki er nýtt á Íslandi eins og staðan er í dag. Því er verkefnið að loka þeirri hringrás og nýta þessa hliðarafurð sem í dag er seld óunnin úr landi. Einnig er verkefnið atvinnuskapandi, sérstaklega á landsbyggðinni, og styður það við fjölbreytt störf í landbúnaði. Til mikils að vinna Verkefni Kristínar og Maríu tengist nýsköpun á matvælasviði á tvennan hátt. Bæði er verið að nýta snoð, sem er hliðarafurð sauðfjárræktar og einnig er varan forræktunarlausn fyrir grænmetisbændur. Verðmætasköpunin felst í atvinnusköpun og einnig að skapa meiri verðmæti fyrir grænmetisbændur með aukinni uppskeru og hífa upp verð á snoði til sauðfjárbænda. „Því miður á íslenskt grænmeti stundum undir högg að sækja vegna hærra verðs og sveiflna í uppskeru, miðað við erlent grænmeti. Því er til mikils að vinna að leita hagkvæmnilausna í íslenskri grænmetisræktun,“ segir María. Fræ spíra í ull Meðal tilrauna sem Snoðbreiðan hefur gert eða er að vinna í er að láta fræ spíra í ull og rækta útigrænmeti í ull. Einnig hefur ull verið lögð í nokkur brött og grýtt svæði til að kanna hvernig hægt sé að nýta ullina í landgræðslu. Einnig er búið að grafa niður ull, sem verður grafin upp einu sinni á ári næstu fimm árin til að meta hraða a niðurbroti hennar. Áætlað er að verkefninu Ræktunarlausnir með snoði ljúki haustið 2023. /MHH FRÉTTIR Snoðbreiðan: Fræ látin spíra í ull og útigrænmeti ræktað í ull Ull sem jarðvegsþekja til að athuga hvort illgresi vaxi upp í gegnum ullina. María Dís Ólafsdóttir lífverkfræðingur er eigandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins AMC ehf., sem er meðal annars að þróa nýjar sútunarlausnir fyrir roð. Kristín Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og sauðfjárbóndi, við nálarþæfingarvél. Grænmeti ræktað í ull og án hennar. Myndir / Aðsendar Ull klippt í búta og grafin. Einn bútur verður grafinn upp árlega og vigtaður. Með þessu má reikna hversu hratt ullin brotnar niður í íslenskri náttúru. Fyrirhugað er að lagfæra stein- girðingu kringum kirkjugarð Þingeyrarklausturskirkju. Verkið felst í hreinsun á mosa, fjarlægja gróður við steinvegg, lagfæra steypuskemmdir með múrviðgerðum og sementskústun. Fram kemur í bókun byggðaráðs Húnabyggðar að framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs hefði lofað styrk til framkvæmdanna á þessu ári, einni milljón króna. Óskað er eftir að sveitarstjórn Húnabyggðar styrki verkefnið með fjárframlögum og er þá vísað til samnings milli kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2007. Formaður sóknarnefndar Þingeyrarsóknar, Björn Magnússon, hefur sótt um framlag frá Húnabyggð til framkvæmda á þessu ári, allt að einni milljón króna. Tók byggðarráð Húnaþings vel í erindið og vísaði kostnaði til fjárhagsáætlunar. Ráðið óskaði jafnframt eftir því að fá kostnaðar- og verkáætlun fyrir verkið. /MÞÞ Þingeyrarkirkjugarður: Lagfæring steingirðingar Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð sem kvenfélagið Eining stendur fyrir. Mikið af munum hafa safnast á sýningu með alls konar saumaskap, eins og dúkar, púðar, myndir, fatnaður, skólahandavinna og margt, margt fleira. „Við í Kvenfélaginu Einingu ákváðum á vorfundinum okkar að nú skyldi hefja saumaskap til vegs og virðingar og halda veglega sýningu á saumi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður kvenfélagsins, „og við ákváðum að einskorða sýninguna við handa- vinnu, sem unnin er með nál.“ Prjónaðar nærbuxur ekki þægilegar Margrét segir að þegar kvenfélags- konurnar fóru að vinna með hugmyndina sáu þær strax hversu víða nálin kemur við sögu í lífi okkar allra. „Án nálar væru til dæmis fötin okkar sennilega öll ýmist hekluð eða prjónuð, sem er ágætt í sumum tilvikum, en prjónaðar nærbuxur væru kannski ekki svo þægilegar. Hvernig hefðu formæður okkar getað stoppað í sokka án nálar eða bara saumað sláturkeppi?“ segir Margrét hlæjandi. „Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst að reyna að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þess að halda í þennan hluta menningararfs okkar,“ bætir Margrét við. Félagsheimilið Goðalandi Sýningin verður í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð og stendur frá 24. september til 9. október. Hún er opin frá 12 til 18 laugardaga og sunnudaga. Auk þess sem tekið verður á móti hópum á virkum dögum. Aðgangur er ókeypis. /MÞÞ Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins. Mynd / Aðsend Kvenfélagið Eining í Hvolhreppi: Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.