Bændablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 28

Bændablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 LÍF&STARF Tveir Sherp N 1200 torfærubílar sem framleiddir eru í Kiev komu við í Reykjavíkurhöfn á dögunum. Þetta eru bílar sem eru hannaðir til notkunar við erfiðustu aðstæður, hvort sem er við heimskautin, í frumskógum eða eyðimörk. Bílarnir sem komu hingað verða notaðir við leit að koparríku málmgrýti við 82. breiddargráðu á austurströnd Grænlands. Sherp bílarnir hafa verið framleiddir síðan 2012 af úkra- ínsku fyrirtæki. Fram að innrás Rússa í Úkraínu voru þeir framleiddir í tveimur verksmiðjum, þ.e. einni í Úkraínu og annarri í Rússlandi. Eftir innrásina fluttist öll framleiðslan til Kænugarðs. Flestir íhlutirnir eru framleiddir af Sherp, en gírkassinn er framleiddur af Renault í Frakklandi og vélin af Doosan í Suður-Kóreu. Samkvæmt Serhii Kish, starfsmanni Sherp, hafa þeir framleitt yfir 1.000 stykki frá því að bíllinn kom fyrst á markað árið 2012. Stærsti markaður Sherp er í Kanada, en þangað hafa verið seldir 300 bílar. Serhii hefur fylgt mörgum Sherp bílum á áfangastaði sína til þess að kenna nýjum kaupendum á notkun þeirra. Meðal annars hefur hann farið til Suður-Súdan, Brasilíu og Indlands í sínum störfum. Kanye West og SÞ meðal kaupenda Þrátt fyrir að útlit Sherp minni á herjeppa þá eru þeir ekki notaðir sem slíkir. Þeir eru markaðssettir sem tæki fyrir björgunarsveitir, slökkvilið, hjálparstofnanir, rannsóknarteymi o.fl. Sameinuðu þjóðirnar nota til að mynda 15 Sherp við friðargæslu og matvælaaðstoð í Suður-Súdan. Rapparinn Kanye West er mikill aðdáandi og hefur hann verslað sér tíu stykki af Sherp Pro 1000, sem er aðeins minni en N 1200 bíllinn. Í tónlistarmyndbandinu við lagið Closed on Sunday eftir West má sjá bílalest af Sherp trukkum flytja nokkra broddborgara yfir óblítt landslag. Styttri en Polo – breiðari en vörubíll Á myndum lítur bíllinn út fyrir að vera stærri en hann sannarlega er – reyndin er samt sú að hann er ákaflega stuttur á meðan hann er mjög hár og breiður. Lengdin er t.a.m. ekki nema 4.002 mm, sem þýðir að hann er 70 mm styttri en Volkswagen Polo. Hæðin er 2.825, sem er einum metra hærra en Toyota Land Cruiser. Breiddin er svo 2.520 mm sem er aðeins breiðara en flestir vörubílar. Dekkin á bílnum eru svo engin smásmíði, en þau eru 180 sentímetrar eða 71 tomma í þvermál. Í hverri felgu er svo 58 lítra eldsneytistankur sem er beintengdir við aðaltankinn sem er 95 lítrar. Samtals er því rými fyrir 327 lítra af dísil. Ökumaðurinn getur auðveldlega hleypt úr dekkjunum innan úr ökumannshúsinu. Þegar nauðsynlegt er að auka þrýstinginn aftur er pústið tengt við dekkin. Skriðstýrður Sherp er ekki með beygjubúnað eins og flestir bílar, heldur er akstursstefnunni stjórnað með því að bremsa hjólum á annarri hvorri hliðinni. Inni í bílnum er því ekki hefðbundið stýrishjól, heldur er haldið í tvær stangir sem stjórna bremsunum á sinni hliðinni hver. Í gólfinu er svo kúpling og inngjöf, og gírstöngin er á milli sætanna. Hámarkshraði á landi er 40 km/klst. og 6 km/klst. á vatni. Mikill kopar í jörðu Eigandi bílanna tveggja er ástralska námufyrirtækið GreenX Metal, sem eru að hefja leit að kopar í Independence Fjord, við norð- austurhorn Grænlands. Þeir verða með 15 starfsmenn á svæðinu til að byrja með. Það eru m.a. jarðfræðingar, vélvirkjar, veiðimenn og einn snjósérfræðingur. Ekki hefur verið unninn kopar úr jörðu á þessu svæði áður, en jarðfræðirannsóknir hafa bent til mikilla birgða. Independence Fjord er fjarri allri mannabyggð, en næsta fólk er að finna á örlítilli herstöð, Station Nord (íbúafjöldi: 5), sem er í 155 km fjarlægð í beinni loftlínu til suðausturs. Þarnæsta byggð er svo veðurstöðin Danmarkshavn (íbúafjöldi: 8), sem er í 600 km fjarlægð suður af Independence Fjord. Innflutningur til Íslands í burðarliðnum Steingrímur Matthíasson hjá Skutli ehf., sem hefur flutt inn Tinger Armor torfærutækin frá Rússlandi, ætlar að hefja innflutning á Sherp. „Eftir að stríðið hófst þá lokaðist á þann möguleika að flytja inn fleiri Tinger. Hins vegar virðast þeir hjá Sherp hafa heyrt af mér og athuguðu hvort ég hefði áhuga á að flytja inn þeirra vörur í staðinn. Ég vonast til þess að það gangi eftir á næstu mánuðum,“ segir Steingrímur. /ÁL Serghii Kish fer fyrir hönd Sherp til Grænlands til þess að kenna nýjum eigendum á notkun tækisins. Á bílnum er límmiði (sjá innfellda mynd) þar sem tekið er sérstaklega fram að hann hafi verið framleiddur í Kænugarði á stríðstímum. Öflugir bílar framleiddir í skugga stríðs: Úkraínsk torfærutæki með viðkomu á Íslandi Tveir úkraínskir Sherp torfærubílar komu við í Reykjavíkurhöfn á leið sinni lengst norður í Grænland. Þar verða þeir notaðir við jarðfræðirannsóknir vegna vísbendinga um miklar birgðir af kopar. Til þess að verjast ágangi ísbjarna, hafa þessir bílar verið útbúnir með sérstökum grindum fyrir öllum gluggum. Fyrir um 100 árum síðan fluttust þrír menn að Gaulverjabæ í Flóa sem kunnugir telja þá verstu sendingu sem komið hefur í þá friðsælu sveit. Mennirnir stunduðu þá fjáröflunaraðferð að heimsækja vel stæða bændur í héraðinu, gefa þeim vel af koníaki og fá þá til að skrifa nafnið sitt á pappíra, víxla og skuldabréf. Jón M. Ívarsson, sagnfræðingur frá Vorsabæjarhóli, hefur tekið saman bók um málið og þar segir hann frá hvernig undirferli, svik og prettir óvandaðra manna léku bændur í hans heimasveit og víða um Suðurland. Svikararnir stóðu afhjúpaðir fyrir alþjóð „Atburðir urðu landsfrægir á sínum tíma og var um fátt meira talað þegar tjöldin féllu og fjársvikararnir stóðu afhjúpaðir frammi fyrir alþjóð,“ segir Jón, „og í munni almennings kallaðist þetta Gaulverjabæjarmálin.“ Í kynningu um bókina segir að háttalag mannanna þriggja, Jóns Magnússonar, Björns Gíslasonar og Erasmusar Gíslasonar, hafi allt verið löglegt en að fláttskapur hafi búið undir. Þegar víxlarnir og skuldabréfin féllu í gjalddaga komu innheimtulögfræðingar á staðinn og hirtu eignir þeirra sem skrifað höfðu undir. Margir létu ginnast Að sögn Jóns létu margir hrekklausir bændur ginnast af fagurgala þessara manna og hlutu fjárhagslegt skipbrot fyrir bragðið. „Dæmi eru um menn sem misstu jarðir sínar og eignir og urðu gjaldþrota og í bókinni er sagt frá mönnum sem bundu enda á líf sitt þegar bófarnir voru búnir að koma þeim á kaldan klaka. Þó langt sé um liðið lifa enn í munnmælum ýmsar sagnir um mennina og þeirra tiltektir og margt er um þá að finna í dómsmálabókum sýslunnar.“ Frá þessu og mörgu öðru er sagt í þessari áhugaverðu bók sem sannar það enn og aftur að raunveruleikinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldsaga. Jón gefur sjálfur út bókina og verður hún eingöngu til sölu hjá honum. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta haft samband við höfundinn gegnum netfangið jonmivars@gmail.com eða í síma 861 6678. /VH Í skugga Gaulverjabæjar: Tunguliprir svikarar BÆKUR& MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.