Bændablaðið - 22.09.2022, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • Frostagata 2a • 600 Akureyri • www.claas.is
VERKIN TALA
F
R
U
M
-
w
w
w
.f
ru
m
.is
Þetta snýst allt um þig…
Nýja CLAAS – ARION 400 vélin er alveg eins og
þú vilt hafa hana.
Hver dagur færir þér ný verkefni og það ert þú sem þarft að takast á við þau.
Þegar þú kaupir dráttarvél þá þarf hún að vera alveg eins og þú vilt hafa hana.
Þú vilt dráttarvél sem gerir einmitt það sem þú vilt að hún geri og að hún uppfylli allar
þínar kröfur og væntingar. Hvorki meira og örugglega ekki minna.
Þess vegna vilt þú ekki bara næstu dráttarvél sem er til á lager.
Þú færð nýju ARION 400 dráttarvélina nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana
ARION 460 / 450 / 440 / 430 / 420 / 410 66–103 kW (90–140 hö). www.arion400.claas.com
Söluful l trúi á Akureyr i
Hefur þú brennandi áhuga á vélum og/eða með go� nef fyrir sölumennsku og langar að vinna í skemm� legu umhverfi ?
Vélfang ehf. leitar að öfl ugum og metnaðarfullum einstaklingi í � ölbrey� og spennandi starf
með aðsetur á starfstöð fyrirtækisins á Akureyri.
Um er að ræða sölu á landbúnaðartækjum og vinnuvélum � l bænda og verktaka en Vélfang ehf er
umboðsaðili fyrir leiðandi fyrirtæki á sínu sviði s.s. CLAAS, JCB, Fendt, Kuhn, Schäff er og Kverneland.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur í síma 8400 820 • Umsóknir sendist á eyjolfur@velfang.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2022.
-VERKIN TALA
Vélfang ehf. er sölu- og þjónustuaði l i á sviði v innu- og landbúnaðarvéla.
Hjá Vélfangi starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu.
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • velfang.is
Óseyri 8 • 603 Akureyri • velfang@velfang.is
Menntunar- og hæfniskröfur
• Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi .
• Áreiðanleiki, dugnaður og heiðarleiki.
• Reynsla af notkun samfélagsmiðla við miðlun.
• Reynsla af sölu- og markaðsstarfi er kostur en ekki skilyrði.
Helstu Verkefni og ábyrgð
• Samskipti við núver ndi og vænta lega viðskiptavini.
• Þarfagreining viðskiptavina.
• Tilboðsgerð og framsetning markaðsefnis.
• Sölufundir / Sölusímtöl.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra skógarþjónustu stofnunarinnar.
Skógarþjónustan sinnir meðal annars verkefnum tengdum skógrækt á
lögbýlum og áætlangerð. Leitað er að öugum einstaklingi sem er tilbúinn
að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhver.
Sviðstjóri skógarþjónustu heyrir beint undir skógræktarstjóra og er hluti
af framkvæmdaráði stofnunarinnar.
Viltu taka þátt í grænni framtíð?
skogur.is
Hlutverk og markmið:
• Ábyrgð á skógarþjónustu og veitingu framlaga til skógræktar á lögbýlum
• Dagleg stjórnun skógarþjónustu
• Gerð rekstrar- og starfsáætlunar sviðsins
• Y rumsjón með framlögum til skógræktar á lögbýlum
• Y rumsjón með fræmálum, plöntuframleiðslumálum og plöntudrei ngu
• Að viðhalda góðu samstar við skógareigendur
• Y rumsjón með áætlanagerð einstakra svæða og úttektum þeirra
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
• Skógfræðimenntun og reynsla af opinberri stjórnsýslu, meistaragráða er æskileg
• Þekking og reynsla af skógrækt á lögbýlum
• Reynsla af stjórnun og áætlanagerð
• Leiðtogahæ leikar
• Færni í að koma upplýsingum frá sér í rituðu og töluðu máli
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Sviðstjóri skógarþjónustu
Skannaðu
kóðann
Æskilegt er að umsækjandi geti ha
ð störf 1. desember nk.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda
að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.
Umsóknarfrestur er til og með 23. september nk.
Skógræktin hefur starfstöðvar um allt land og starfstöð sviðstjóra skógarþjónustu er samkomulagsatriði.
Nánari upplýsingar um störn er að nna á Starfatorgi og á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna.
Skannaðu kóðann hér til hægri til að komast á síðuna.
Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun
og bakgrunn. Þá sé starfsmönnum búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir
möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og
skógræktargeirans alls.
Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá
hefur stofnunin sett sér umhvers- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um
réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Viltu taka þátt í grænni framtíð - sviðstjóri skógarþjónustu-bbl. 2022.pdf 1 5.9.2022 16:09:02
Evrópuþingið samþykkti á
dögunum tillögur í skýrslu
um skógareyðingu sem sendir
sterk skilaboð til landbúnaðar-
og skógræktargeirans sem
hefur miklar áhyggjur af
vaxandi flækjustigi og truflun í
aðfangakeðjunni.
Evrópusamtök bænda Copa
Cogeca fara fram á brýnar aðgerðir
og að baráttan gegn skógareyðingu
eigi ekki að stofna samkeppnishæfni
landbúnaðar- og skógargeirans í
Evrópusambandinu í hættu.
Matvælaverð og fæðuöryggi
Evrópusamtökin Copa Cogeca leggja
áherslu á að þessar nýju tillögur
trufli ekki vöruframboð né hafi
áhrif á matvælaverð og fæðuöryggi.
Samtökin hafa mótmælt því að maís
verði sett á lista yfir viðkomandi
vörur innan ramma reglugerðarinnar.
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir:
„Á tímum þegar við stöndum
frammi fyrir bráðri kreppu á
landbúnaðarmatvælamörkuðum á
vettvangi ESB og á heimsvísu, þar
sem korn- og búfjárframleiðendur eru
undir miklu álagi, er Evrópuþingið
að ákveða að bæta enn meiri
fjárhagslegum og stjórnunarlegum
byrðum á þá.
Framkvæmdastjórnin lýsti
því skýrt í áhrifamati sínu, að ef
maís yrði tekinn undir gildissvið
reglugerðarinnar, þurfi það
mjög mikið átak og umtalsverða
fjárhagslega og stjórnsýslulega
byrði, með takmarkaðri arðsemi
hvað varðar að stemma stigu við
eyðingu skóga sem knúin er áfram af
neyslu Evrópusambandsins. Á hinn
bóginn hörmum við skort á reyrsykri
í tillögum Evrópuþingsins þegar
kemur að vörum. Reyrsykur er meðal
tíu söluhæstu landbúnaðarvara í
heiminum.“
Fjölbreytileiki alþjóðlegra skóga
Evrópuþingið setti margar tillögur
inn í skýrsluna án þess að fram hafi
farið almennilegt mat á áhrifum á
framkvæmd þeirra á vettvangi. Ein
slík er skilgreining á niðurbroti skóga
sem ætti að vera framkvæmanleg og
í samræmi við tilmæli Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna og þannig aðlöguð að
fjölbreytileika skóga um allan
heim. Skilgreiningar og skilningur
á fjölbreytileika alþjóðlegra skóga
og staðbundnum aðstæðum telja
Evrópusamtökin afar mikilvægt að
hafa í huga.
Copa Cogeca er reiðubúið
að leggja sitt af mörkum til að
gera skógareyðingartillöguna í
samræmi við markmiðin sem
framkvæmdastjórnin setur og tryggja
þannig að allar viðbótarreglur
sem lagðar séu fram tryggi jöfn
samkeppnisskilyrði fyrir bændur í
Evrópusambandinu, skógareigendur
og samvinnufélög þeirra taki tillit
til margbreytileika alþjóðlegra
aðfangakeðja. / ehg
Evrópusamtök bænda Copa Cogeca fara fram á brýnar aðgerðir og að baráttan
gegn skógareyðingu eigi ekki að stofna samkeppnishæfni landbúnaðar- og
skógargeirans í Evrópusambandinu í hættu. Mynd / moderndiplomacy.eu
Skógareyðing:
Vaxandi flækjustig og
truflun í aðfangakeðjunni
Skógarvinnsla í Evrópu. Mynd /wilderness-society.org
Sykurreyr.