Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 7

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 7
FORMÁLI Með þessu hefti er ætlunin að hefja á ný útgáfu „íslenskrar fyndni“ sem út kom á árunum 1933—1961 í samantekt Gunn- ars Sigurðssonar frá Selalæk. 1 fyrra kom út úrval úr heftunum 25, en nú eru sögurnar nýjar og hafa ekki birst áður í „Islenskri fyndni“. Reynt verð- ur nú og í framtíðinni að fylgja þeirri hefð sem Gunnar frá Selalæk hélt, að hafa sögurnar 100 og vísurnar 50. Söfnun og útgáfa íslenskra fyndnisagna- og vísna eru að sjálfsögðu undir kímnigáfu þjóðarinnar komin og undirtektum landsmanna. Ef að líkum lætur kunna íslendingar að meta hressilegt skop ekki síður nú en áður fyrr, þegar vöxtur „Is- lenskrar fyndni“ var hvað mestur. Það er því von okkar að viðtökur almennings gefi tilefni til að halda áfram útgáfu á „íslenskri fyndni“ sem nú kemur út í 26. skipti. En til þess verðum við að treysta nokkuð á lesendur, að þeir reynist hjálplegir við söfnun sagna og vísna. Skorum við því á fólk að bregðast vel við og senda okkur skoplegar sögur eða vísur, og verður þeim sent endurgjaldslaust það hefti, sem sögurnar eða vísurnar birtast í. Utanáskrift: Islensk fyndni Grundarstíg 4, Reykjavík. Reykjavík í september 1976. Hafsteinn Einarsson Gunnar Finnsson

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.