Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 10

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 10
ir um, hvernig dauða hans hefði borið að höndum. Einn í hópnum fullyrti, að hann hefði framið sjálfs- morð. Þá varð Ingvari að orði: „Ertu vitlaus. Maður með þessar tekjur.“ 4. TVEIR STRÁKAR stóðu eitt sinn fyrir utan sjoppu og horfðu á skemmtirit, er þar var stillt út í glugga. Þeim varð starsýnt á mynd af karli og konu, sem kysstust innilega. Loks segir annar þeirra: „Oj bara, hann setur tunguna upp í hana.“ Hinn svaraði þá með lífsreynsluþunga í röddinni: „Það á að gera það. Það sýnir ástina.“ 5. VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON, menntamálaráð- herra, heimsækir oft sveitunga sinn úr Mjóafirði, sem dvelur á Kleppi. I einni heimsókn sinni spurði Vilhjálmur karlinn, hvort hann færi nú ekki að koma austur. „Nei, nei. Ég er alveg ómissandi hérna og kemst ekkert,“ svaraði karlinn. Nokkru seinna innti Vil- hjálmur hann sömu spurningar. Karl svaraði nú og bar ótt á: „Jú, ætli maður fari ekki að koma austur. En þeim þykir víst slæmt að missa mig héðan, af því ég er svo skemmtilegur. Ég verð víst að útvega mann fyrir mig á meðan. Heldurðu ekki, Vilhjálmur, að þú getir leyst mig af í svona viku — tíu daga?“ 8

x

Íslenzk fyndni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.