Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 14

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 14
13. ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN er þekktur maður í bæjarlífinu í Reykjavík. Þórður þykir drykkfelldur, en er greindur vel og orðheppinn. Hann þarf oft að „slá“ fyrir víni á börum borgarinnar, en fer þá yfir- leitt skemmtilega að því. Ein aðferð hans er sú að standa upp síðla kvölds og tilkynna: „Aðdáendur mínir, nú hefst seinni sláttur.“ 14. EITT SINN, er Þórður var staddur á barnum á Hótel Borg, kom til hans maður og bað hann um pen- ing. Þórði þótti þetta kyndugt, horfði lengi á manninn, en sagði síðan: „Þér hljótið að vera utanbæjarmað- ur.“ 15. ÞEGAR SVERRIR heitinn Kristjánsson sagnfræð- ingur var jarðaður, hélt Guðmunda Elíasdóttir, ekkja hans, veglega erfidrykkju, þar sem kaffi og brauð voru á boðstólum. Þórður Guðjohnsen var þar, enda voru þeir Sverrir góðkunningjar. I miðri erfidrykkjunni sneri Þórður sér að ekkj- unni og sagði: „Það hefðu verið aðrar veitingar hér, Guðmunda, ef Sverrir hefði fylgt þér til grafar.“ 16. I MIKILLI drykkjuveislu í Reykjavík fyrir nokkr- um árum gerðist það, sem ekki er fátítt, að einn gest- anna þurfti að kasta upp. 12

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.