Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 16

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 16
17. PÉTUR AXEL JÖNSSON, lögfræðingur, var nokk- uð lengi við laganám, eða 8 ár, enda kom þar hvort tveggja til, að hann vann með náminu og er auk þess gleðimaður mikill. Eitt sinn er Pétur var spurður að því, hvað lögfræðinámið tæki langan tíma, svaraði hann: „Það er víst eðlilegt að vera 6 ár, en það er ákaflega mannlegt að vera 8.“ 18. Á LANDSPRÓFI í mannkynssögu fyrir allmörg- um árum var meðal annars spurt: Hver var Karl Marx? Svar eins nemandans hljóðaði svo: „Hann fann upp stéttabaráttuna, enda er hún síðan kölluð marx- ismi.“ 19. EKKJA Guðmundar Magnússonar prófessors skipti árum saman við sama skósmiðinn. Enda þótt Guð- mundur væri látinn, lét hún ætíð merkja skó sína með nafni hans. Nú vildi svo til, að annar fastur viðskiptavinur skósmiðsins hét einnig Guðmundur Magnússon. Skósmiðurinn leysti fram úr þessum vanda með því að merkja alla skó ekkjunnar með krossi fyrir framan nafnið. 20. MAGNÚS bóndi á Hlaðseyri við Patreksfjörð þótti skemmtilegur karl, en oft nokkuð fljótfær. 14

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.