Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 18
22.
NÁGRANNI HELGA kom eitt sinn að honum, þar
sem hann var að mjólka beljuna sína úti í túni. Helgi,
sem var þéttfullur, mjólkaði kúna í stórt og vítt
vaskafat, en hún var ekki heft og brölti mikið.
Þegar hún hafði komið báðum afturlöppunum ofan
í vaskafatið, en Helgi hélt áfram að mjólka, eins og
ekkert væri, gat komumaður ekki stillt sig um að
benda Helga á hvernig komið væri:
Hann lét sér hvergi bregða, hélt áfram að mjólka,
og svaraði hinn rólegasti: „0, hún hendir þá ekki
fatinu um á meðan, lagsmaður."
23.
UNGLINGSPILTUR einn var í heimsókn hjá ó-
kunnugu fólki. Hann varð að svara mörgum spurn-
ingum, meðal annars hverra manna hann væri. „Ég
er sonur Jóhanns og þeirra systkina,“ svaraði strák-
urinn.
24.
EFTIRFARANDI auglýsing birtist í Mbl. 21. maí
síðastliðinn:
Ljósmæður vantar
til starfa frá 8—12,30 f. h. Uppl. í síma 26222.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
25.
HJÓN EIN á Eskifirði voru eitt sinn á ferðalagi
í Hornafirði. Þau komu þar á sveitabæ og þáðu rausn-
arlegar veitingar. I miðju borðhaldinu brá svo við,
16