Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 22
33.
SJÓMAÐUR hét eitt sinn á dóttur sína nýfædda,
að ef næsti túr yrði góður, skyldi hann gefa henni
peninga.
Þetta var á þeim árum, þegar 500 krónur þóttu
mikill peningur, og hét hann því, að ef hann fengi
meira en það fyrir róðurinn, skyldi dóttirin fá 50
krónur. Skipverjar settu í mikinn fisk í þessum róðri
og fengu metafla.
Þeir voru að vonum mjög ánægðir, en á heimleið-
inni heyrðist sá, er heitið hafði á dótturina, tauta:
„Blessað litla skinnið, það vissi ég að hún yrði við.
Það er verst, að þetta var bara heldur mikið.“
34.
MAÐUR NOKKUR í Reykjavík, sem á 8 börn, hef-
ur alla tíð þótt fremur hyskinn við vinnu, en eigin-
kona hans hefur þrælað baki brotnu til að sjá fjöl-
skyldunni farborða.
Maður þessi er hins vegar listfengur og hefur með-
al annars snyrt hús og garð þeirra hjóna mjög
skemmtilega.
Á síðastliðnu sumri tók hann að sér gegn borgun
að snyrta garða ýmissa manna, sem hrifist höfðu af
listrænu handbragði hans.
Hann var að segja kunningja sínum frá þessum
nýja starfa og var að vonum ánægður með það, að
vera farinn að vinna fyrir kaupi.
Síðan bætti hann við: „Ég er svona að létta undir
með konunni."
20