Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 25
41.
„SHAKE“ eða mjólkurhristingur hefur verið vin-
sæll svaladrykkur hérlendis um árabil.
Eitt sinn kom maður inn í ísbúð og bað um „mjólk-
urhristing með glóaldinbragði".
Afgreiðslustúlkan hváði og maðurinn endurtók
beiðni sína. Stúlkan hvarf á bak við öldungis forviða,
en kom að vörmu spori aftur ásamt eigandanum, sem
spurði kurteislega:
„Can I help you?“
42.
HAFSTEINN LITLI, þriggja ára, var að leika sér
úti í garði, þar sem afi hans og frændi voru að vinna.
Frændinn var kallaður Höddi. Allt í einu rís afinn
upp frá vinnunni, tekur upp tóbaksdósir og segir:
„Eigum við ekki að fá okkur í nefið?“
„Jú, kannski,“ sagði frændinn, en hann tók „upp
í sig.“
Sá litli hafði fylgst með þessu og var lengi hugsi.
Síðan sagði hann: „Afi, hvar er eiginlega nefið á
honum Hödda?“
43.
KNÚTUR R. MAGNÚSSON, leikari með meiru,
stjórnaði um tíma Steiniðju Magnúsar Guðnasonar.
Hjá honum vann sandblásari, sem var trúlofaður
sér eldri konu. Sandblásarinn sá mjög ofsjónum yfir
kjörum annarra og taldi flesta sér betur setta í þjóð-
félaginu.
Eitt sinn var hann að býsnast yfir því, hvað hlaðið
23