Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 35

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 35
65. Á VÉLRITUNARPRÓFI í Verslunarskólanum fyr- ir allmörgum árum gerðist það í miðju taugastríðinu, að nemandi einn kallaði hátt yfir allan hópinn: „Hvar er nú eiginlega r-ið?“ Það þarf ekki að taka það fram, að prófinu var frestað um óákveðinn tíma. 66. FYRIR ALLMÖRGUM ÁRUM voru þýskir ferða- menn að skoða sundhöllina í Reykjavík, sem þá hafði nýlega verið tekin í notkun. Kunnur sundkappi, sem var sundlaugarvörður, tók að sér leiðsögn þjóðverjanna. Hann hóf mál sitt á þessum orðum: „Please, go denne vej. Here has we einen sturtenbaden.“ 67. HANNIBAL VALDIMARSSON var eitt sinn í Kaupmannahöfn í opinberum erindum ásamt fleiri alþingismönnum. Þetta var á þeim árum, sem Gunn- ar Thoroddsen var sendiherra í Höfn og bauð hann þingmönnunum til veislu skömmu áður en þeir héldu heim. Þá var orðið altalað, að Gunnar hygðist bjóða sig fram til forseta. Veislan þótti takast hið besta, og á leiðinni heim á hótel sagði einhver þingmannanna við Hannibal, sem lék á als oddi: „Þú kýst nú Gunnar, ef hann býð- ur sig fram.“ „Það veit ég ekkert um,“ svaraði Hannibal, „en ég kýs Völu.“ 33

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.