Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 36

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 36
68. ÞEGAR BJARNI GUÐNASON klauf sig út úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sat hann áfram á þingi og var þá einn í þingflokki. Hannibal Valdimarsson, þáverandi ráðherra, var einhverju sinni að flytja ræðu í þinginu, sem Bjarni hafði eitthvað við að athuga. Greip hann hvað eftir annað fram í fyrir ræðumanni með ýmsar aðfinnslur og gagnrýni. Hannibal sýndi þolinmæði fyrst í stað, uns honum leiddist þófið og kallaði út í salinn: „Ég vil biðja þingflokkinn að halda sér saman.“ 69. DAVÍÐ nefnist maður, fljóthuga og málugur. Þegar Davíð segir frá, verður frásagnarmátinn oft nokkuð furðulegur. Eitt sinn var hann að segja frá slagsmálum. Þegar hann hafði lýst þeim nokkuð ræki- lega, spurði einn áheyrenda hvernig þeim hefði lykt- að. Davíð svaraði að bragði: „Það steinlá hvorugur." 70. EITT SINN hafði Davíð farið í veiðiferð vestur á Firði. Þegar hann var að segja vinnufélögum sínum frá ferðinni, spurði einn þeirra hvaða vatn þetta hefði verið, og lét þess getið um leið, að lítið mundi um veiðivötn á þeim slóðum, sem Davíð hafði verið á. Davíð gaf þá eftirfarandi lýsingu á vatninu: „Það er voðalega lítið. Það sést varla. Það er blindur mað- ur, sem á það.“ 34

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.