Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 38

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 38
73. KRISTINN INDRIÐASON, óðalsbóndi á Skarði á Skarðsströnd, þótti um margt skemmtilegur karl, en hann var orðljótur mjög. Oft bar það við á hans tíð, að ferðamenn komu að Skarði til þess að skoða kirkj- una. Eitt sinn er Kristinn hafði sýnt gestum hið merkasta í kirkjunni kom hann að styttu af engli. „Svo er það þessi djöfuls engill,“ sagði Kristinn og sparkaði í styttuna, en bætti svo við: „Hann er nú brotinn.“ 74. MAGNÚS Á. ÁRNASON, listamaður, segir í bók sinni „Gamanþættir af vinum mínum“ frá gamalli konu undir Eyjafjöllum. Þeir Magnús og Jón Pálsson frá Hlíð fengu kerlinguna, sem var óskaplegur ein- feldningur, til þess að segja þeim frá ævintýri lífs síns þegar franska skútan strandaði á Eyjafjalla- fjörum. Gamla konan var alltaf fús að segja söguna aftur um stýrimanninn, sem hafði gist á bænum, þar sem hún var ung stúlka. Hann var með logagyllta hnappa og borða um kaskeitið. „Mikil lifandis ósköp var hann góður við mig,“ sagði hún. „Hann fór með mér út í fjós. Og hann lagði mig í básinn hennar Skjöldu, og svo breiddi hann klút yfir andlitið á mér og svo gerði hann mér það. Mikil lifandis ósköp var hann góður við mig.“ 36

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.