Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 39

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 39
75. ÞORSTEINN SNORRASON á Eskifirði er skag- firðingur að uppruna. Hann þykir nokkuð drjúgur með sig. Eitt sinn var hann að rifja upp liðna daga frá sokkabandsárum sínum í Skagafirði og komst þá svo að orði: „Heldri bændur og höfðingjar fóru ekki á milli bæja öðru vísi en með þrjá til reiðar. Nú, kotung- arnir urðu að láta sér nægja eina truntu. Ég var nú oftast nær með þrjá til reiðar.“ 76. ÞORSTEINN var glímumaður góður á yngri ár- um. Hann var einhverju sinni að ræða um glímu- menn í Skagafirði og sagði: „Mikið andskoti var hann Stjáni nú snjall glímu- maður,“ og bætti svo við: „ég átti alltaf í erfiðleik- um með hann.“ 77. KJÖRORÐ kaupsýslumannsins: Greidd skuld — glatað fé. 78. Á MANNKYNSSÖGUPRÓFI í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum svaraði einn nemandinn spurn- ingunni um, hvað og hvar píramítarnir væru, á þessa leið: „Þeir eru hávaxnir og lifa aðallega í fjöll- unum.“ 37

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.