Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 40

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 40
79. KJARTAN L. PÁLSSON var blaðamaður á Tím- anum þegar þessi saga gerðist. Hann var sendur inn í Sundahöfn til þess að afla efnis fyrir blaðið. Þetta var á föstudegi og mikið að gera. Kjartan arkaði inn á skrifstofu til Kristins Finnbogasonar, fram- kvæmdastjóra, um fjögurleytið síðdegis og bað um peninga fyrir leigubíl. Kristinn, sem er kunnur fyrir hörku í viðskiptum sínum við blaðamenn, segir með hægð: „Hér á Tím- anum notum við strætisvagna," og réttir Kjartani miða. Með það fór Kjartan. Nú líður og bíður og klukkan 7 er Kjartan ókom- inn úr ferðinni. Rétt í þann mund, sem blaðið á að fara í prentun, birtist Kjartan. Kristinn hellir sér nú yfir hann, og spyr hvers vegna í ósköpunum hafi farið svona mikill tími í þetta. Þá svarar Kjartan: „Þú lést mig bara hafa einn strætómiða og það er svolítið langt að labba innan úr sundurn." 80. HALLDÓR Á KIRKJUBÓLI og þeir bræður eru kunnir fyrir að tala hreint og fagurt mál, en stund- um svo fornlegt að almenningur skilur naumast. Einu sinni kom Halldór inn í verslun á Flateyri til þess að kaupa belti. Hann spurði afgreiðslustúlk- una: „Hvárt munu hér fást megingjarðir nökkrar?“ 38

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.