Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 41

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 41
81. VILMUNDUR GYLFASON var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum í síðustu kosningum. Hann var lítt kunnugur fyrir vestan og á framboðs- fundi, sem haldinn var á Patreksfirði, sté hann í ræðustól og ávarpaði fundarmenn með svofelldum orðum: „Kæru dýrfirðingar .. 82. KUNNUR RITSTJÓRI í Reykjavík var, ásamt konu sinni, viðstaddur jarðarför vinkonu þeirra. Hjónin höfðu verið að skemmta sér kvöldið áður og tók ritstjórinn vasapela með sér í kirkjuna. I erfidrykkjunni var hann svo alltaf að bregða sér afsíðis og dreypa á veigunum og varð að lokum þétt- fullur. Þegar hjónin bjuggust til brottferðar og kvöddu eiginmann hinnar látnu, klóraði ritstjórinn sér vandræðalega í hausnum og muldraði: „Hva — hvar er frúin? Ég átti víst eftir að kveðja frúna.“ 88. JÓN BJÖRNSSON frá Bæ var umsvifamikill at- hafnamaður í Borgarnesi og stýrði meðal annars Verslunarfélagi Borgarfjarðar um árabil. Hann var hæglátur, en gat verið meinhæðinn í tilsvörum. Bogi hét maður, sem vann hjá Jóni, duglegur karl en fingralangur úr hófi. Voru dæmi þess að hann drægi heilu sekkina af sykri, hveiti og öðrum varningi í bú sitt. 39

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.