Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 45

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Síða 45
eftirfarandi spurning: „Til hvers eru kýrnar mjólk- aðar tvisvar á dag?“ Heitið var verðlaunum fyrir besta svarið. Það kom frá 9 ára strák, sem svaraði: „Til þess að mjólkin súrni ekki í þeim.“ 91. SVONEFND „æðri tónlist" er mjög í hávegum höfð í ríkisútvarpinu. Jón Múli vill af augljósum ástæðum kalla þennan dagskrárlið „tónlist fyrir æðri unnendur“. 92. VALBJÖRG HÉT KONA, er bjó í Borgarnesi. Hún þótti nokkuð greind, en var fljótfær og komst oft kynduglega að orði. Eitt sinn var Valbjörg að lýsa mat er hún hafði fengið í veislu. Hún sagði þá meðal annars, að með kjötinu hefðu verið „alla vega litaðar grænar baunir.“ 93. EITT SINN var Valbjörg að steikja hvalkjöt. Hún gleymdi sér við að leggja kapal, svo kjötið brann yfir og hún varð að fleygja því í sjóinn. Er maður hennar kom svangur heim úr vinnunni og spurði hvað hefði orðið af hvalnum, svaraði Val- björg: „Hann fékk heimþrá.“ 94. VALBJÖRG var mikil spilakona. Eitt sinn var hún í húsi ásamt tveim vinkonum og vantaði fjórða mann 43

x

Íslenzk fyndni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.