Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 49

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 49
103. ORT I TILEFNI KVENNAÁRS Kalt er þetta kvennaár. Karlinn sjaldan heima. Ferðlúinn og fótasár, fer hann út að breima. Guðrún Guðmundsdóttir. 104. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR rak veitingahús á Fá- skrúðsfirði. Einhverju sinni komu nokkrir sjómenn, kaldir og blautir, á veitingastofuna og báðu um svið. Þeir töluðu mikið um, að gott væri nú að fá heita kjamma og klæmdust óspart á því. Kristín bar sviðin fyrir þá og lét eftirfarandi vísu fylgja: Um þann kjamma ei það veit, er allan leysir vanda. En svona líta út sviðin heit, sem til boða standa. 105. MAÐUR NOKKUR á Siglufirði tók að sér að lag- færa gömul húsgögn. Eitt sinn var komið til hans með brotinn húsbónda- stól, sem hann var beðinn að gera við. Þegar hann skilaði stólnum uppgerðum, lét hann miða með þessari stöku fylgja: 47

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.