Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 57

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 57
121. NOKKRU SEINNA var sami ferðahópur uppi á Sprengisandi og gisti í Nýjadal, en þar voru fyrir Eyfirðingar að skemmta sér. Unndór Jónsson, sem var vel hagorður var orðinn uppgefinn á yrkingum og biður Valborgu, þegar hún kemur, að verða sér að liði. Hann kveður: Valborg þú ert vinur minn, ég vef þig hlýjum armi. Allur flýr nú andi minn inn að þínum barmi. Valborg, sem leitað hafði í sæluhúsið sökum kul- vísi, sá nú fram á að sér myndi hlýna og svarar: Af kulda ég löngum kvaldist í tjaldi og krókloppin skalf í prjónahaldi. Með Unndór við barminn hitinn hækkar nú held ég geti buxunum fækkað. 122. GÖÐUR MATUR Brennivín er besti matur, bragðið góða svíkur eigi. Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi. 123. KARL LJÓÐAÐI á konu, er þau hittust í kalsa- veðri: 55

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.