Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 59

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 59
Hefur í kolli halur sá heimsku ólæknandi. 126. GAMALL HÚSGANGUR Lífið hefur mér löngum kennt, að líða, þrá og missa. Koppurinn minn er kominn í tvennt. 1 hvað á ég nú að pissa? 127. HARALDUR HJÁLMARSSON kom einhverju sinni í vertshús á Sauðárkróki við fimmta mann. Þeir félagar voru allir drukknir og lét veitingamað- urinn orð falla um, að þetta væri ekki fríður flokkur. Haraldur svaraði þá: Hér er komin fylking fín. Full af whiskíþambi. Síðan benti hann á hvern fyrir sig, um leið og hann hélt áfram: Hani, krummi, hundur, svín og Haraldur á Kambi. 128. BJÖRGVIN ALEXANDERSSON á Hellissandi orti, er hann var að klæða sig á 69 ára afmælisdag- inn sinn: Ytt skal tötrum fleti frá, fækka hvötum lasta. 57

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.