Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 61

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 61
132. UNGUR MAÐUE og drykkfelldur, sem bjó úti á landi, fékk oft brennivín hjá sóknarprestinum. Eitt sinn er hann kom til prestsins venjulegra erinda, neitaði klerkur honum um bónina, því honum fannst drykkjuskapur mannsins vera farinn að keyra úr hófi. Sá vínhneigði orti þá: Glataður sonur göfugs manns girndunum seldur þræll. Eg er á leið til andskotans, alfarinn. Vertu sæll. Hann fékk vínið. 133. JÖN BÖÐVARSSON, skólameistari, og Sveinbjörn Beinteinsson, rímnaskáld, voru meðal þátttakenda í hvítasunnuferð Æskulýðsfylkingarinnar í Breiða- fjarðareyjar árið 1960. Þar var glatt á hjalla og mikið ort, meðal annars þessi vísa: Þrátt fyrir viðreisn, þrátt fyrir her, þá er líf á Fróni, meðan skáldið skeggjað er og skallinn gljár á Jóni. 134. I ÞESSARI SÖMU FERÐ var það, að Borgþór Kjærnested var að láta blítt að unnustu sinni í rút- unni. 59

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.