Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 63

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Side 63
137. I KAUPFELAGI úti á landi gerðist það fyrir all- mörgum árum, að peningar hurfu úr sjóði. Málið var látið niður falla og um svipað leyti giftist sá er grun- aður var dóttur forráðamanns kaupfélagsins, sem Gestur hét. Þá var þetta ort: Fimmtíu þúsund féllu á braut. Flestum ógnar skaðinn. Þvæld og gömul gestaþraut goldin var í staðinn. 138. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK orti um fáorða og feimna kennslukonu í Hveragerði: Sigga litla er sætt grey. Sagt hún getur já, nei. Hingað kom hún hrein mey. Héðan fer hún það ei. 139. VALBORG BENTSDÓTTIR bauð stundum til sín hagmæltu fólki og var þá oft mikið ort. Halldóra B. Björnsson, vinkona Valborgar, var fastagestur á þess- um samkomum og hjálpaði hún húsfreyju oft við uppþvott að loknu hófi. Halldóra, sem var hraðhagmælt, hélt stundum áfram að kveða þó að aðrir gestir væru farnir. Ein- 61

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.