Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 9

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 9
7 votheyi. Músaofnæmisvakar frá músahárum og músaþvagi hafa fundist i heyryki enda hafa a.m.k. 3 sjúklingar með einkenni frá heyryki fundist meó músaofnæmi. Mygla viröist sjaldan valda ofnæmi. Unnið er aó gerö efnis sem gæti dregið úr ofnæmisvióbrögðum fólks. I Vikurhéraói og Strandasýslu hafa viðamiklar faraldsfræöilegar athuganir veriö geröar á tiöni heysóttar og hvort tengsl sé á milli heysóttareinkenna og heyverkunaraöferóa. Virðist margt benda til þess aö draga megi úr heysóttareinkennum meó því aó minnka ryk i heystæðum og þá sérstaklega meö því aö taka upp votheysverkun (B.G., í>.Þ., V.R. , E.G.). Nánar verður skýrt frá nióurstöóum um þetta efni hér á eftir. Þó aö orsakir bráöaofnæmis séu vel ljósar greinir menn á um orsakir langvinns lungnasjúkdóms sem oft sést viö heysótt. Þar af leiöir hafa augu manna beinst aö athugun á heildarryki, örverum (bakteríur, sveppir o.fl.) og endotoxini (eiturefni frá bakteríum) i andrúmslofti þeirra er vinna vió gegningar. Frumathugun hefur verió gerð meöal nokkurra bænda i samvinnu vió U. Palmgren, Uppsala háskóla (V.R., B.G.). Nióurstöður benda til þess aó magn endotoxinas i andrúmslofti bænda meö heysóttareinkenni sé þaö mikiö aó þau gætu valdið lungnasjúkdómum. Framhaldsrannsókn fer fram i vetur. Eftirtaldir aöilar hafa fjármagnað rannsóknina: - Fjárveitinganefnd Alþingis - Stéttarsamband bænda - Bændaskólinn á Hvanneyri - Atvinnusjúkdómadeild borgarlæknis - Landlæknisembættiö (1) Heysótt er hér notaó yfir einkenni vegna bráóaofnæmis gegn heyi og einkenni vegna langvinnrar heymæði. Aö þvi er best er vitaó notaöi Sveinn Pálsson fyrstur manna þetta heiti 1790.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.