Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 14

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 14
12 lungnablöðrur manna og dýra, geta þau kallað fram alvarleg ofnæmiseinkenni (1,12). A 2. mynd má sjá hvert er kjörsvið sveppanna með tilliti tii vatnsvirkni og hitastigs. Hitamyndun í heyinu (35-55°C) stuðlar mjög að vexti þessara varasömu sveppa, sjá 4. mynd (13). Að láta volgna í_ heyi og blása hitanum úr við hentugleika er þvi bein ögrun við heilsu hirðis og hjarðar■ Slíkum vinnubröcjðum við þurrheysverkun ætti nútíma þekking að vera búin að utryma fyrir löngu. 4. mynd. Áhrif rakastigs á fjölda tveggja geislasveppa (13). Sterkur grunur leikur á, að a.m.k. tvær heymaurategundir (Lepidoglypus destructor og Acarus farris) séu meðal helstu lifvera, er valda langvinnum sjukdomum í öndunarfærum þeirra, sem vinna við þurrhey (14). Til þess að halda megi aftur af vexti skaðlegra heymaura, þarf vatnsvirkni heysins að komast niður fyrir 0,73. Eins og fyrr sagði er erfitt við venjuleg veðurskilyrði að þurrka hey að þessu marki, nema notuð sé góð súgþurrkun. Af þessum sökum m.a. virðast heymaurar vera algengir í íslensku þurrheyi, einkum þar sem hitnað hefur í heyjum. í ársgömlum heyjum af ýmissi verkun hafa að meðaltali fundist um 50.000 lifandi maurar í hverju kg. Maurunum fækkar nokkuð við lengri geymslu, en þeir hafa þó fundist fjölmargir í nær 30 ára gömlu þurrheyi. Áðurnefndir heymaurar hafa ekki fundist í heyi á túni. Virðist flest benda til að uppruna þeirra sé einkum í rekjum og gömlu heyi, sem fyrir eru í hlöðunum. Við hagstæð skilyrði fjölgar maurunum mjög ört. Ræðst lengd fjölgunarskeiðsins af þurrkunar- og geymsluskilyrðum í heygeymslunni. Sé hlaðan hreinsuð vel fyrir fyrstu hirðingu sumarsins, og heyið þurrkað hratt við góðan súg, benda athuganir til þess að mjög megi tefja viðgang mauranna, jafnvel vetrarlangt. Ætti gjafamaður þá að hafa af þeim lítið angur. Hæg þurrkun heysins og hitamyndun í því valda örri fjölgun mauranna þegar í stað. Við gjafir að vetri kann slíkt hey að vera orðið vel þurrt, en er rykugt. í rykinu leynast þá mauraleifar, sem gert geta heylð að heilsuspillandi fóðri (15,16).

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.