Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 19

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 19
17 sem eiga margar kýr hafi ekki lagt inn nema 2000 litra eftir kúna um árið samkvæmt óbirtum athugunum. Nokkur ókostur við votheysgerð er að gerjun proteins í vömb kúa er mjög hröð þegar vothey er gefið. Verulegt magn af ammóniaki hverfur með öðrum lofttegundum upp úr kúnum, og proteinþörfin vex þar sem fóðrað er með hlutfallslega miklu af votheyi. Menn hafa af þessum sökum stundum vanfóðrað með proteini og beóið tjón af. Þessum áhrifum hafa þeir Bragi L. ölaf sson og Gunnar Guðmundsson lýst á ráðunautafundi 1984 (8,9). 2. Þurrhey Þurrheysverkunin hefur fylgt þjóðinni frá upphafi. Góð þurrheysverkun hefur kosti og margir hafa verió tregir til aó taka upp aðrar aðferðir en þessa gömlu bjargræðisleið. Þjóðin hefur sætt sig við galla hennar sem eru margir. Fyrir daga súgþurrkunar var heyhitinn mikið böl. Það hitnaði í heyinu, þaó skemmdist. Ráðið til aö stöðva heyhitann var að grafa geilar í hlöðuna eða heyin og var það illt verk og heilsuspillandi. Þegar lióa tók a haustið komu svo hlöðubrunarnir sem enn eru ekki úr sögunni. 1 öðrum erindum er minnst á heymygluna og afleiðingar hennar. Þurrheysverkunin hefur breyst mikið á síóustu 80 árum. Sumarið 1946 voru gerðar tilraunir með súgþurrkun í Gróðrarstöö Ræktunarfélags Norðurlands, á Reykjum í Mosfellssveit og á Vífilsstöðum. Uppúr því fer súgþurrkun að ryðja sér til rúms (10) . Heyblásarar þóttu gagnleg nýjung. Með þeim var hægt að dreifa heyinu víða um hlöðuna. Menn hafa oft hætt sér inn i hlöðuna til að dreifa heyinu betur út að veggjum um leið og þvi var blásið inn. Oftast er nægir ofnæmisvaldar i heyinu til þess aö þeir sem geta tekið heysótt fái hana viö þessar aðstæður. Heybaggar ruddu sér til rúms með miklum hraða á áttunda áratugnum. Sú bylting minnkaði ekki mygluskemmdir i heyinu. Oft er heyið ekki nógu þurrt þegar það er bundiö. Þar að auki er víða vanrækt að koma böggunum i hús i tæka tið. Þeir liggja oft á jörðinni og taka upp raka, jafnvel dögum saman. Slik vinnubrögð bjóða heymyglunni heim. Rúllubaggarnir pakkaðir inn i plast komu fyrst fram á árunum 1983-1984. Nú hefur notkun þeirra aukist verulega. Grétar Einarsson, Magnús Sigsteinsson og Tryggvi Eiriksson lýstu þessari

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.