Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 20

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 20
18 aðferð á ráðunautafundi 1984. Þyngd rúllubagga nemur hundruðum kílóa svo að vonlaust er að hreyfa þessi stóru flykki með handafli. Til þess þarf vélarafl og það hefur létt vinnuna á bæjunum. Vothey getur verkast vel með þessu móti. En hver hefur sinn drösul að draga. Plastið hleypir súrefni í gegnum sig. Þaó getur valdiö skemmdum og sérstaklega eru mygluskemmdir i rúlluböggum hættulegar. Við þessar aðstæóur getur myglan orðið eitruð, hún myndar svokölluö mycotoxin sem eru bráðhættuleg eiturefni en mjög sjaldgæf í þurrheyi og votheysgryfjum. Sýkill Hvanneyrarveikinnar þrifst einnig í rúlluböggum eins og í öðru votheyi. Erfitt hefur reynst að verja baggana fyrir músum sem éta göt á plastið og þar með eyðileggjast baggarnir. 3. Heyfengur Súlurit voru gerð eftir skýrslum um heyfeng i Hagtíðindum. Sýna þau þurrhey og vothey i öllum sýslum, i Vestur Skaftafellssýslu, Strandasýslu og Vestfjöróum öllum. Ljósi hluti súlunnar táknar þurrhey en sá dökki vothey. Þurrhey og vothey er fært til svipaðs fóöurgildis. Eftir 1966 er hvoru tveggja vothey og þurrhey gefið upp í rúmmetrum í Hagtiðindum en fyrir 1966 er heýið gefið upp í 100 kg hestburðum og votheyið umreiknað til sama fóóurgildis. Á súluritunum eru votheystölurnar margfaldaóar með tveimur eftir 1966 til aö fóóurgildið verði svipað og í þurrheyinu en fyrir þann tíma eru tölurnar teknar óbreyttar. Notaðar voru tölur aftur til ársins 1952. Tekin voru sem næst 5 ára meðaltöl. (súlurit) Á öllu landinu er votheysgerðin heldur að aukast. Kalárin koma greinilega fram á súluritunum, heyfengurinn nær sér aftur og þróunin heldur áfram. í Vestur Skaftafellssýslu hefur votheysgerð ekki aukist siðan 1952 þó að heyfengurinn hafi nærri þrefaldast. I Strandasýslu hefur votheysverkunin aukist jafnt og þétt hlutfallslega við þurrheysgerðina. Á kalárunum 1966-1970 dregur verulega úr heyfeng i sýslunni og nær aldrei sama magni aftur. Bændum hefur fækkað og búin eru lítil. Nú er heyfer.gur i Strandasýslu aðeins fjóröi partur af því sem er í Vestur Skaftafellssýslu.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.