Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 26

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 26
24 Fjöldi og skipting sýna. Alls voru tekin 47 sýni til að rannsaka f jölda og tegundir örvera, 36 sýni til mælinga á magni endótoxíns og 35 heysýni. Til að kanna hvernig örveruflóran breytist yfir veturinn voru tekin sýni á 3 bæjum í desember, janúar, febrúar og mánaðarmótin mars - apríl. ttelingarnar voru framkvæmdar við gjöf á lausu purrheyi. Alls voru tékin 18 sýni til að athuga tegundir og magn örvera, 9 sýni til að athuga magn endótoxíns og 12 heysýni. í lok janúar voru tékin sýni á 15 bæjum til að athuga hvort mismikil mengun verði við gjöf eftir heyverkunaraðferðum. Á nokkrum bæjanna voru framkvæmdar fleiri en ein mæling þ.e. við gjöf á heyi verkað á mismunandi hátt. Skipting sýnanna eftir heyverkunaraðferð er sýnd í töflu 1. Tafla 1. Skipting sýna eftir heyverkunaraðferð Fjöldi örverusýna Þurrhey* 14 Bundið hey 4 Vothey 5 Rúlluvothey 4 Fjöldi endótoxínasýna Fjöldi heysýna 9 4 5 3 9 4 5 4 * Með í fjölda sýna yfir þurrhey eru 1 örverusýni, 1 endótoxínsýni og 1 heysýni sem tekin voru við gjöf á heyi úr tumi. Auk þess var tékið 1 örverusýni við mjaltir eftir gjöf á lausu þurrheyi. Til að kanna hvort sjá mætti mikinn mun á mengun við heygjöf þegar telja nætti að einstaklingar hefðu orðið veikir vegna rykmengunar, var haft samband við lækna í Borgarnesi og á Akranesi og þeir beðnir að tilkynna um slík tilfelli. Aðeins var tilkynnt um 2 tilfelli og féllst bóndinn í öðru tilvikinu á að láta mæla mengunina, en hann taldi þó að

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.