Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 28

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 28
26 Samanburður á mengun við gjöf á heyi sem verkað hefur verið á mismunandi hátt. í töflu 3 er tekið saman f jöldi örvera og magn endótoxíns í sýnunum og fóðurgildi heysins þ.e. magn heys sem þarf í hverja fóðureiningu. Mengun við gjöf mældist mjög mismikil. Að meðaltali var fjöldi örvera í loftsýnunum 0.16 x lO^/m^ (þ.e. rúmlega 0.1 miljarður í hverjum rúmmetra lofts) og magn endótoxíns 3.10 ug/m3 (þ.e. rúmlega 0.003 mg í hverjum rúmmetra lofts). Að meðaltali var fóðurgildi heysýnanna 1.85 kg/FE. í mengunarmælingum er algengt að niðurstöðurnar séu ekki normaldreifðar heldur lognormaldreifðar. I>ví er í töflu 3 einnig tekið geómetrískt meðaltal (GM) auk venjulegs meðaltals, sem þykir betri mælikvarði við samanburð. Pegar einstakar mæliniðurstöður eru skoðaðar virðist ekkert samband vera á milli mengunar og lágs fóöurgildis. Þaó útilokar þó ekki að samband sé þarna á milli því aðrir þættir geta haft afgerandi áhrif á niðurstöðumar. T.d. hefur tegund fóðursins mikið að segja um fóðurgildið og því erfitt að bera saman fóðurgildið annars vegar og mengunina hins vegar. Aftur á móti virðist frekar vera samband á milli fjölda örvera og magni endótoxíns. Margir þættir geta þó haft afgerandi áhrif á niðurstöðumar. T.d. má nefna að endótoxín er mun stöðugra (eyðist síður) en örverur og þannig getur magn endótoxíns mælst mikið þó fjöldi örvera mælist lágur ef nokkur tími er liðinn frá því örveruf jöldinn var í hámarki og fram til sýnatökunnar. Greinilega kemur fram í meðaltölum í töflu 3 að gjöf á lausu þurrheyi veldur mestri mengun, auk þess sati það hefur lægsta fóðurgildið. Þar sem hér er um mjög fáar mælingar á fóðurgildi að rasða skal ékki gerður frekari samariburður með það, en þessar niðurstöður eru þó ékki í andstöðu við aðrar viðameiri mælingar á fóðurgildi. Minnst losnar af örverum við gjöf á votheyi, en minnst af endótoxíni við gjöf á rúlluvotheyi. Hér er þó um meðaltal að ræða og ef litið er á dreifingu mæliniður- staðnanna verður útkcman ekki eins eirihlít. j

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.